Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 26
18
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
ingnum, eins og síðar verður að vikið. Á austurströnd Bandaríkj-
anna er kræklingurinn tekinn með sköfu, hrífu eða gaffli. Með
Jreirri aðferð er talið að einn maður taki upp 500—1000 lítra af
kræklingi á einni fjöru. Kræklingur í skel er venjulega mældur og
seldur eftir rúmmáli. Til Jress að Jdvo og hreinsa kræklinginn er
notuð sams konar vél og við afhreistrun á fiski. Lágmarksstærð á
kræklingi til sölu er 5 cm. Stærstur er hann við Cape Cod, en á svo
djúpu vatni verður að taka hann með botnsköfu.
I Noregi var kræklingur áður fyrr mikið notaður til beitu, eins
og liér á Islandi, en lítið til matar. Nýlega eru þó Norðmenn byrjaðir
að taka hann og verka sem matvöru. Hafa þeir gert á kræklingnum
ýmsar rannsóknir og meira segja reynt að rækta hann. I Oslófirð-
inum er mikið af kræklingi. Gýtur hann Jrar í maí til júlí. Stærð hans
eftir li/2 ár er 4—6 crn, eftir 2]/, ár7—8 cm. Minnstur reyndist
kræklingurinn við fjöruborðið, en stækkaði Jregar neðar dró.
í Danmörku liefur kræklingurinn þegar lengi verið tekinn til
matar. Niðursoðinn kræklingur frá Limafirðinum er löngu þekktur
á heimsmarkaðinum, hann er meira að segja kominn liingað til
íslands. í Limafirðinum er kræklingurinn á mjúkurn botni og er
tekinn með botnsköfu.
Á vesturströnd Þýzkalands er mikið tekið af kræklingi og er hann
oftast seldur nýr, en einnig niðursoðinn.
Hollendingar framleiða þjóða mest af kræklingi. Árið 1964 tóku
þeir upp 69 þúsund tonn. Mest af þessum kræklingi er flutt út
lifandi. Ekki má taka upp minni krækling en 5 cm. Með Jrví að
taka ekkert undir þeirri stærð er talið að stofninn rýrni ekki neitt.
Hollendingar rækta líka kræklinginn. Gerist það þannig, að skelj-
arnar eru fluttar meðan Jrær eru ungar á þá staði, þar sem skilyrði
til vaxtar eru bezt. Er það oftast nær á meira dýpi en Jrar sem
lirfurnar hafa sezt að upphaflega, og nokkur straumur er lika
æskilegur. Er sáð sem svarar 12tonni af ungskeljum á 1 ekru
botns, en J). e. 3 kg á fermetra. Verður breiðan að vera svo þétt,
að skeljarnar geti spunnið sig saman sér til stuðnings. Þar sem
kræklingurinn er tekinn á þurru eru undirmálsskeljarnar skildar
eftir, en þurli að nota botnsköfu er það sem upp kemur flokkað í
sundur og skeljar undir lágmarksstærð eru settar aftur í sjóinn.
Kræklingur er ekki tekinn frá því að hann byrjar að hrygna í apríl
—maí og þar til hrygningu er lokið í ágúst—september. Er það i