Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 28
20
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
kræklingi í London er um 15 ísl. kr. hvert kg. Bretar hafa sett upp
sérstaka rannsóknarstöð fyrir krækling í Conway, en sá bær er
skammt fyrir sunnan Liverpool.
í Frakklandi er mikið tekið af kræklingi bæði villtum og ræktuð-
um, en samt flytja Frakkar mikið inn af þessari vöru, aðallega frá
Hollandi. Um Bordeaux eina fara oft um 500 t. af kræklinoi á viku.
o
I Frakklandi fer ræktun kræklings fram á annan hátt en í Hollandi
og Bretlandi. Þarna er fjörur víða sendnar og útfiri mikið. Eru
settar þar upp girðingar, allt að 250 m á lengd. Þær eru V-laga og
veit oddurinn til hafs. Reknir eru niður staurar með 2/s m millibili,
en á milli þeirra eru festar samanfléttaðar víðigreinar. Krækling-
urinn sezt á þessar girðingar og helzt þannig frá botninum. Við Mið-
jarðarhafsströnd Frakklands og Spánar er kræklingur ræktaður á
annan hátt. Eru notaðir ilekar, sem fljóta á sjónutn, en niður úr
þeim hanga kaðlar, sem kræklingurinn sezt á. Köðlunum er svo
kippt upp til þess að tína af þeim kræklinginn.
Kræklingur er víða tekinn viiltur í Frakklandi, t. d. í Boulogne.
Þangað kom ég í nóvember 1966 og fór þá út á fjörurnar þar sem
verið var að tína kræklinginn. Vex hann þarna á klöppum og er
tíndur á þurru um fjöru. Tínsluna annast konur og nota engin
verkfæri nema stundum skeið til þess að losa skeljarnar af stein-
unum. Kræklingurinn er látinn í vírkörfur, karfan er sett niður í
fjörupoll og hreinsaðir af skeljunum smásteinar og önnur óhrein-
indi. Tíndar eru aðeins þær skeljar, sem komnar eru yfir vissa
stærð. Það af aflanum, sem ekki fer beint á markaðinn, er geymt í
flæðarmálinu í sterkum, götóttum trékistum, sem eru rammlega
festar á klöppunum. Þaðan er svo kræklingurinn tekinn eftir þörf-
um, þegar af kistunum flæðir. Minnir þetta á, hvernig Suðurnesja-
menn geymdu beituna sína, aðeins höfðu þeir ekki kistur heldur
létu fjörupollana nægja. Heldur virtist þessi kræklingstínsla í
Boulogne vera kuldalegt verk, enda blés kalt af Ermasundi þennan
dag. Voru konurnar vel dúðaðar og með olíusvuntur eða í vatns-
þéttum stökkum yzt klæða. Kræklingurinn í Boulogne er allur seld-
ur nýr í skelinni og var verðið þar í smásölu tæpar 18 kr. hver lítri.
Ekki fór þarna fram nein ræktun á kræklingi önnur en grisjunin
samfara tínslunni. I kræklingafjörunni voru afmörkuð svæði, svo
að hver aðili hafði sínar kræklingabreiður til að hirða um og nytja.
Það kemur stöku sinnum fyrir, að menn veikjast af því að eta