Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 49
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
39
svo er, sem Elsa Vilmundardóttir hefur sagt mér, að Þjórsár-
hraunið stærsta sé raunveridega tvci hraun.
Útbreiðsla og rúmmál gosmalar.
I eldfjallasögu sinni hefur Þorvaldur Thoroddsen einnig reynt
að reikna út heildarmagn þeirra gosmalar (teira), sem myndaðist
í Skaftáreldum. Niðurstaða hans er sú, að heildarmagnið sé 3 km3.
Þessi tala er tilgreind í fjölmörgum ritgerðum og bókum um eld-
fjallafræði. En ég fæ ekki betur séð en að hún muni vera alltof há.
Skulu nú nokkur rcik færð íyrir þeirri staðhæfingu.
Er ég tók að kanna öskulög í jarðvegssniðum á Heklusvæðinu fyrir
nær 3 áratugum, bjóst ég við að finna þar öskulag frá Skaftáreldum,
en það lag ber í öskutímatali mínu heitið L 1783, en þótt ég hafi
mælt hundruð jarðvegssniða á þessum slóðum, hefi ég livergi rekizt
á öskulag, er gæti verið úr því gosi, fyrr en kemur austur á Land-
mannalaugasvæðið, en þar verður vart öskulags, sem líklega er úr
þessu gosi. í jarðvegssniðum, sem ég hefi mælt í Skaftafellssýslum, er
L 1783 að finna hér og þar í byggð allt frá Skaftártungu austur í
Öræfi, en þar hefi ég í 2 sniðum í skóginum nærri Skaftafelli fundið
öskulag, sem vart getur verið annað en L 1783, og Hákon Bjarna-
son fann vott af sama lagi í barði 1 Bæjarstaðarskógi. A afréttum
upp af byggðum Vestur-Skaftafellssýslu eru mælingar mínar enn
fáar og öræfin vestan Langasjós eru að mestu berangur þar sem eng-
um þykktarmælingum verður við komið. Er kemur inn fyrir Vatna-
öldur á Tungnaáröræfum fer að bera á brúnum vikri í svörtum
sandinum, og því meir sem innar dregur. Mest áberandi er hann á
svæðinu frá Fossavötnum inn að jökulheimum. Kringum jökul-
heima eru sumstaðar smáskaflar af þessum vikri og finna rná þar
vikurmola upp í 1.5 sm að þvermáli en hálfs til eins sm Jrvermál er
algengt. í kofarúst, sem að líkindum er útilegumannakofi og liggur
undir hamri austan í Snjóöldufjallgarði rétt upp af Tungnaá (merkt
með krossi suður af Litlasjó á 4. mynd) er allt að 70 sm þykkt
lag af vikri og mátti þar í finna köggla allt að 5 sm í þvermál
(Gísli Gestsson 1957, 1959). Auðsætt er af staðháttum, að meðalþykkt
vikurlagsins á þessum slóðum hefur verið miklu minni en í kofa-
rústunum, er liggja undir hömrum, sem vita móti landssuðri, Jr. e.
beint gegn vikurhríðinni fyrstu daga Skaftárelda. Þó má ætla, að
meðalþykktin hafi skipt tugum sm og grófleiki vikursins gefur til