Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 56
46
NÁTTÚRU FRÆ'Ð INGURINN
liðið á milli, og vísast að eins geti verið um Skjaldbreið. Hinsvegar
hefur Guðmundur Kjartansson (1966) sýnt fram á, að dyngjan
Leggjabrjótur er hlaðin upp í einu gosi.
Hraungos eins og Skaftáreldar eru jarðsögulega séð anakrónismi,
því þau tilheyra raunverulega liðinni tíð. Þau eru þó ekki stór
miðað við stærstu hraungos Tertíertíma. J. H. Mackin (1961) telur
eitt basaltlagið í Washingtonríki vera að minnsta kosti 25 000
km2, eða um fjórðung Islands að flatarmáli. Þó þyrfti líklega ekki
nema gos á lengd við Surtseyjargos eða Mývatnselda og svipað
hraunrennsli og á fyrstu dögum Skaftárelda til þess að mynda slíkt
lag.
Orka leyst úr læðingi í Skaftáreldum.
Um hitaorku (Et) Skaftárelda í heild, reiknaða í erg, má fara nokk-
uð nærri samkvæmt eftirfarandi útreikningi.
Et = 3 X 101 Ggr X 1150°C X 0-2 kal/gr X J erg = 3 X 1027 erg.
Er hér reiknað með, að rúmþyngd hraunsins sé 2.4, hiti 1150°C,
eðlisvarmi 0.2 kal/gr. J (joule) er 107 erg og kalóría 4.19 joule.
Erfiðara er að fara nærri um þá hreyfiorku, sem fór í að þeyta
upp gosmölinni, en Jxið skiptir litlu máli fyrir útreikning á heildar-
orku gossins, því hreyfiorkan er svo miklu minni en hitaorkan,
líklega minni en þúsundasti hluti hennar.
Til samanburðar má geta þess, að orka sú, sem leyst var úr læðingi
í þeirri atómsprengju, sem drap íbúa Hiroshima, var 1021erg og
er það 3 milljón sinnum minna en hitaorka Skaftárelda, en svona
samanburður er raunar nokkuð villandi, því það sem mestu veldur
um eyðingarmátt atómsprengju er hversu snöggt orkan leysist úr
læðingi.
Efnasamsetning hrauns og vikurs úr Skaftáreldum.
í eftirfarandi töflu eru tvær heildargreiningar. Er sú fyrri grein-
ingá vikri úr kofarústinni við Tungnaá, sem Císli Gestsson kannaði,
hin síðari er úr vesturhrauninu, tekin við þjóðveginn niðri á lág-
lendi.
Þessar efnagreiningar gefa svipaða niðurstöðu, sem vænta mátti,
en þó er meira af járninu sem hematít í vikrinum. Hraunið er
bergfræðilega séð sú tegund blágrýtis, sem kallast þóleítísk og er