Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
3
en þá munu framkvæmdir í Helsingör hafa verið komnar allvel á
veg.
Thorson stjórnaði rannsóknastöðinni í Helsingör með atorku og
dugnaði eins og hans var von og vísa frarn til 31. marz 1970, en þá
var honum veitt lausn frá störfum, bæði sem forstjóra og prófessor,
samkvæmt eigin ósk. Hann var að vinna að stóru verki um eggjahulst-
ur og viðkomu fortálkna úr öllum höfum heims og hugðist nefna það
„Egg Capsules and Reproduction in Marine Prosobranchs". Hann
var byrjaður á undirbúningi verksins löngu áður en hann varð pró-
fessor, en honum mun hafa verið Ijóst, að mikil stjórnunarstörf
ásamt kennslu samrýmast illa stórum vísindalegum verkum. Einnig
er líklegt að hann hafi fundið að starfsorkan hafi verið farin að
minnka af heilsularsástæðum. Hann losaði sig því við önnur tíma-
frek störf og hugðist eingöngu helga sig þessu mikla áhugamáli sínu,
en það var því miður of seint.
Prófessor Thorson var mjög eftirsóttur fyrirlesari og fór því í
margar fyrirlestraferðir víða um heirn. Einnig sóttu margir, sem
hugðust stofnsetja rannsóknastöðvar í sjávarlíffræði, til hans góð
ráð, og munu fæstir, sem til hans leituðu í því skyni, hafa farið bón-
leiðir frá honum.
Thorson skrifaði um íslenzka fortálkna í sjó í „The Zoology of Ice-
land“ og nefnist heftið „Marine Gastropoda Prosobranchiata“. Rit-
ið er 150 síður og er þar greint frá 132 íslenzkum kuðungategundum
og útbreiðslu þeirra, bæði hér og erlendis, ásamt þeirn aðalatriðum,
sem þá voru þekkt um egg þeirra og lirfur. Hann ritaði fjölda greina
bæði vísindalegra og hálfalþýðlegra, sem ekki verða taldar upp hér.
Hins vegar ætla ég að nefna bók, sem hann ritaði, og var gefin út
1961 og heitir „Livet i havet". Hún er alþýðlega rituð, en hefir mjög
mikinn og staðgóðan fróðleik upp á að bjóða um lífið í hafinu. Þar
að auki er bókin, eins og vænta mátti, mjög vel skrifuð og skemmti-
leg aflestrar. Hún kom út á sænsku aukin og endurbætt 1965, og nú
er hún komin eða að koma út á ensku með endurbótum, sem Thor-
son hafði nýgengið frá þegar hann lézt.
Það er mikill skaði fyrir sjávarlíffræðina að prófessor Thorson
skyldi ekki verða lengra lífs auðið, svo að hann gæti lokið því verki
sem hér hefir verið nefnt, og ýmsu öðru, sem hann hafði á prjón-
unum, þar á meðal bók um greiningu danskra og brezkra fortálkna.
Ennþá sárara er þó fráfall hans fyrir ættingja hans og vini, en vin-
irnir voru margir og víða um heim.