Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 12
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Walter L. Friedrich, Leifur A. Símonarson og Ole E. Heie. Steingervingar í millilögum í Mókollsdal Hinn kunni fundarstaður steingervinga við Hrútagil í Mókolls- dal var fyrst kannaður af Guðmundi G. Bárðarsyni, en árið 1910 sendi hann nokkra plöntusteingervinga þaðan til prófessors A. G. Nathorst í Svíþjóð. Nathorst liugði tvær af hinum steingerðu plönt- um vera beyki (Fagus), eða nánar tiltekið, Fagus antipofi Heer og Fagus macrophylla Heer (G. G. Bárðarson, 1918 s. 53), en hann náði aldrei að birta neitt á prenti um hinar steingerðu plöntur frá Mó- kollsdal, áður en hann lézt árið 1921. Jóhannes Áskelsson (1961 s. 51) gat einnig um beyki frá þessum fundarstað. Einustu þverskurðar- myndina af lagasyrpunni í Hrútagili er að finna hjá M. Schwarzbach (1955 s. 103). Við rannsóknir á Steingrímsfjarðarsvæðinu sumarið 1967 upp- götvuðum við fundarstað steingerðra plantna og skordýra nokkru fyrir innan Hrútagil í Mókollsdal. Sumarið 1969, var enn á ný safn- að steingervingum í Mókollsdal, en þar sem veður voru slæm á svæðinu þetta sumar urðum við að láta okkur nægja að athuga fund- arstaði steingervinganna, enda ekki unnt að vinna að umfangsmeiri jarðfræðirannsóknum. Um fundarstaði steingervinga í islenzkum TerLíerlögum. Frægustu jarðlög á íslandi með steingerðum sædýrum eru á Tjör- nesi. Um aldur þessara laga hefur ríkt nokkur óvissa. Guðmundur G. Bárðason (1925) áleit þau plíósen að aldri, en Jóhannes Áskels- son (1960) taldi þau vera frá plíósen-pleistósen. Samkvæmt nýjustu rannsóknum, meðal annars á segulstefnu í gosbergi á Tjörnessvæð- inu, telja jarðfræðingar, að tvær neðstu deildirnar; báruskeljalögin (Tapes-lögin) og tígulskeljalögin (Mactra-lögin) séu frá plíósen, en efri hlutinn frá og með krókskeljalögunum (Cardium-lögunum) sé pleistósen að aldri (Þorl. Einarsson, Hopkins og Doell, 1967). Auk fyrrnefndra vísindamanna hafa meðal annarra Schlesch (1924) og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.