Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 24
12
NÁTTÚ RU FRÆÐIN GU RIN N
líffræðilega séð og með tilliti til nútíma útbreiðslu hennar. Líffræði-
lega séð hefur hún þá sérstöðu innan Lachnidae, að hún lifir á
margs konar lauftrjám, en flestar aðrar tegundir af Lachnidae
lifa hver fyrir sig á ákveðinni ættkvísl eða jafnvel ákveðinni teg-
und lauf- eða barrtrjáa. í Norður-Ameríku lifir tegundin í dag á
hikkoríu, kastaníu, valhnot, eik, platantré, hlyn, ösp, mjaðarlyngi,
Liquidambar o. fl. Ákveðin Longistigma með nokkuð ljósa fætur
lifir á beyki. Hún liefur nú fyrir skömmu fengið sitt eigið tegund-
arnafn (L. chantali Quednau, 1971), en hingað til hefur þessi Longi-
stigma aðeins verið álitin sérstakt afbrigði af L. caryae. Á meðan
nánari líffræðilegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar, er eðlilegt
að fara sér hægt í fullyrðingum, hvort um sé að ræða eina eða tvær
núlifandi tegundir af Longistigma í Norður-Ameríku. Eitt er víst, að
bæði Longistigma-aibvigÖin eru náskyld innbyrðis.
Fyrrnefndar plöntur tilheyra plöntusamfélagi, sem nefnt er „The
Eastern Deciduous Forests of North America". Þessi ameríski lauf-
skógur er leifar af skógi þeim, sem óx á tertíertímabilinu norðar á
norðurhveli jarðar en nú. Skógur þessi var útbreiddur umhverfis
pólsvæðið (circumpolar), m. a. á íslandi, og er af plöntusteingerv-
ingafræðingum nefndur arkto-tertíer geoflóra. Leifar þessarar flóru
finnast einnig í dag utan Ameríku, þ. e. í Austur-Asíu og í Evrópu.
Sundrun arkto-tertíeru geoflórunnar á fyrst og fremst rætur sínar að
rekja til hinnar kvarteru ísaldar, sem olli því, að tertíerflóran neydd-
ist til að flytjast suður á bóginn, en sumar plönturnar áttu ekki aftur-
kvæmt til þeirra svæða, sem þær byggðu á tertíertímabilinu (t. d. til
íslands), vegna þess að loftslagsbreyting hafði átt sér stað til hins
verra. í dag hefur ísland evrópska flóru og fánu og kaldtemprað
loftslag.
Þar sem nokkrar af plöntum þeim, sem L. caryae (L. chantali
talin með) lifir á, finnast í túfflögunum í Mókollsdal (platanviður?,
hlynur, beyki og hikkoría?), er sennilegt að sambandið milli plöntu
og blaðlúsar liafi verið það sama á tertíertímabilinu í Mókollsdal
og það er í dag í austurhluta Norður-Ameríku.
Jóhannes Áskelsson (1961) og Friedrich (1966) hafa bent á út
frá steingerðum plöntum, m. a. frá Brjánslæk, að íslenzkar tertíer-
plöntur séu náskyldar núlifandi plöntum í austurhluta Norður-
Ameríku. Plönturnar frá Mókollsdal undirstrika þetta einnig, þar
sem þær ættkvíslir, er þar hafa fundizt, lifa nú í austurhluta Norður-
Ameríku.