Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 24
12 NÁTTÚ RU FRÆÐIN GU RIN N líffræðilega séð og með tilliti til nútíma útbreiðslu hennar. Líffræði- lega séð hefur hún þá sérstöðu innan Lachnidae, að hún lifir á margs konar lauftrjám, en flestar aðrar tegundir af Lachnidae lifa hver fyrir sig á ákveðinni ættkvísl eða jafnvel ákveðinni teg- und lauf- eða barrtrjáa. í Norður-Ameríku lifir tegundin í dag á hikkoríu, kastaníu, valhnot, eik, platantré, hlyn, ösp, mjaðarlyngi, Liquidambar o. fl. Ákveðin Longistigma með nokkuð ljósa fætur lifir á beyki. Hún liefur nú fyrir skömmu fengið sitt eigið tegund- arnafn (L. chantali Quednau, 1971), en hingað til hefur þessi Longi- stigma aðeins verið álitin sérstakt afbrigði af L. caryae. Á meðan nánari líffræðilegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar, er eðlilegt að fara sér hægt í fullyrðingum, hvort um sé að ræða eina eða tvær núlifandi tegundir af Longistigma í Norður-Ameríku. Eitt er víst, að bæði Longistigma-aibvigÖin eru náskyld innbyrðis. Fyrrnefndar plöntur tilheyra plöntusamfélagi, sem nefnt er „The Eastern Deciduous Forests of North America". Þessi ameríski lauf- skógur er leifar af skógi þeim, sem óx á tertíertímabilinu norðar á norðurhveli jarðar en nú. Skógur þessi var útbreiddur umhverfis pólsvæðið (circumpolar), m. a. á íslandi, og er af plöntusteingerv- ingafræðingum nefndur arkto-tertíer geoflóra. Leifar þessarar flóru finnast einnig í dag utan Ameríku, þ. e. í Austur-Asíu og í Evrópu. Sundrun arkto-tertíeru geoflórunnar á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til hinnar kvarteru ísaldar, sem olli því, að tertíerflóran neydd- ist til að flytjast suður á bóginn, en sumar plönturnar áttu ekki aftur- kvæmt til þeirra svæða, sem þær byggðu á tertíertímabilinu (t. d. til íslands), vegna þess að loftslagsbreyting hafði átt sér stað til hins verra. í dag hefur ísland evrópska flóru og fánu og kaldtemprað loftslag. Þar sem nokkrar af plöntum þeim, sem L. caryae (L. chantali talin með) lifir á, finnast í túfflögunum í Mókollsdal (platanviður?, hlynur, beyki og hikkoría?), er sennilegt að sambandið milli plöntu og blaðlúsar liafi verið það sama á tertíertímabilinu í Mókollsdal og það er í dag í austurhluta Norður-Ameríku. Jóhannes Áskelsson (1961) og Friedrich (1966) hafa bent á út frá steingerðum plöntum, m. a. frá Brjánslæk, að íslenzkar tertíer- plöntur séu náskyldar núlifandi plöntum í austurhluta Norður- Ameríku. Plönturnar frá Mókollsdal undirstrika þetta einnig, þar sem þær ættkvíslir, er þar hafa fundizt, lifa nú í austurhluta Norður- Ameríku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.