Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 Nú vaknar sú spurning, hvort af fyrrnefndu megi draga þá álykt- un, að einhvers konar landsamband hafi verið yfir Atlantshafið á þessum tíma. Tegund landdýrs, sem aðeins er þekkt frá íslenzkum tertíerlögum og frá Norður-Ameríku nú á dögum, gæti bent til þess. Strauch (1970) hefur út frá rannsóknum á sædýrum í jarðlögum á Norður-Atlantshafssvæðinu bent á, að líklega hafi verið landbrú á tertíer milli Evrópu og Norður-Ameríku um ísland. Blágrýtissvæðið við Norður-Atlantshafið er álitið hafa verið kjarninn í þessari land- brú. Ut frá þeim steingervingum, sem við höfum þegar fundið, get- um við livorki hrundið né styrkt kenninguna um landbrú. Ýmislegt styður þó þá kenningu, að um landsamband hafi verið að ræða, ann- að hvort landbrýr, meginlandarek eða blöndu beggja. Rannsóknir á Mið-Atlantshafshryggnum sýna, að eyjar geta myndazt á stuttum tíma og brotnað fljótlega niður aftur (t. d. Surtseyjarsvæðið). Þannig getur hafa átt sér stað blöndun á flóru og fánu Norður- Ameríku og íslands, eða nánar tiltekið milli íslands og nyrðri hluta Norður-Ameríku, þar sem skógur arkto-tertíeru geoflórunnar óx á norðlægari breiddargxáðum á tertíertímabilinu (t. d. Alaska). Hinir fyrrnefndu plöntusteingervingar og blaðlúsin Longistigma caryae styðja þó aðeins að vissu marki þá hugmynd, að átt hafi sér stað blöndun á plöntum og dýrum milli Norður-Ameríku og Ev- rópu um landbrýr. Þannig er málum nefnilega farið, að tvær aðrar skýringar korna til greina a. m. k. hvað blaðlúsinni viðvíkur: 1) Það er þegar sannað mál, að fljúgandi blaðlýs geta nú á dög- um borizt með vindum langar leiðir í efri loftlögum, t. d. frá Skandinavíu til Svalbarða. Vegna þess að æxlun þeirra getur verið „parthenogenetisk“ (þ. e. meyfæðing) getur eitt einstakt dýr verið nægilegt til að viðhalda tegundinni á nýjum stað, ef réttar plöntur til að lifa á eru fyrir hendi og loftslagið er lientugt. 2) Hin arkto-tertíera geoflóra var útbreidd umhverfis allt pólsvæð- ið (circumpolar), þ. e. óx á norðlægari breiddai'gráðum í Ameríku, Asíu og Evrópu en nú. Sambandið milli íslands og Norður-Ameríku gæti liafa verið „hina leiðina“, þ. e. yfir núverandi Beringssund milli Ameríku og Asíu. Ef Longistigma caryae lifði í Austur-Asíu í dag, væri þetta ekki alveg úr lausu lofti gripið. Annars mætti að sjálfsögðu reikna með því, að tegundin hefði lifað þar, en væri nú útdauð, eða þá að hún hefði ekki ennþá fundizt þar lifandi, vegna þess að þetta svæði er frekar lítið rannsakað. Enda þótt L. caryae sé ekki getið frá Austur-Asíu, hafa þó fengizt sannanir fyrir því, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.