Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 26
14 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Lotigistigma var miklu útbreiddari áður fyrr. Blaðlús ein, sem fannst á Formósu 1925 á einni tegund Liquidambar (L. formosana), var gefið nafnið Dilachnus liquidambarus af Takahashi (1925). Seinna flutti hann blaðlúsina þá arna yfir í ættkvíslina Longistigma (Taka- hashi, 1927). Það lítur út fyrir, að hún hafi aðeins fundizt tvisvar sinnum. Athyglisvert er, livað hún líkist mikið L. caryae.1) Ef til vill er hér aðeins um landfræðilegt afbrigði eða undirtegund af L. caryae að ræða. Eitt er víst; blaðlúsastofnarnir (populations) í Aust- ur-Asíu eru bæði náskyldir Longistigma-blaðlúsum þeinr, sem kunnar eru úr íslenzkum tertíerlögum, og þeim sem finnast núlif- andi í Norður-Ameríku. Allar þessar blaðlýs geta skoðast sem afkonr- endur Longistigma-blaðlúsanna, sem lifðu á arkto-tertíeru geoflór- unni, en einasti fulltrúi þeirra, senr enn hefur fundizt, varðveittist í fornum íslenzkum jarðlögum. Aldur lagasyrpunnar íMókollsdal. í rauninni höfum við tvær aðferðir, senr hugsanlegt er að geti sagt okkur til um aldurinn á lögunum í Mókollsdal. í fyrsta lagi; að finna hinn rannverulega (absólúta) aldur laganna með hjálp geislavirkra samsætna (ísótópa), þ. e. kalí-argon aðferðin. I öðru lagi; að ákvarða aldur laganna afstætt (relatívt), en þá er aldurinn dæmd- ur út frá afstöðu þeirra til annarra laga, senr þegar hafa verið ald- ursákvörðuð með tilliti til raunverulegs aldurs. Raunveruleg ald- ursákvörðun hefur ekki ennþá verið gerð á lögunum í Mókollsdal. Eftir stöndum við því með hina afstæðu aðferð, og hér höfum við aðeins fátt eitt til að styðjast við. Mókollsdalur liggur á svæði tertíeru blágrýtismyndunarinnar, senr er elzta jarðmyndun landsins. Samkvæmt jarðlagahallanum á blá- grýtissvæðunum mun elzta bergs á íslandi vera að leita við norðan- vert ísafjarðardjúp, í Borgarnesi, í Fjörðum og í Gerpi. Elzta berg á Islandi, sem ennþá lrefur verið aldursákvarðað nreð tilliti til raun- verulegs aldurs, reyndist vera frá míósen. Berg frá Breiðadalsheiði á Vestfjörðum reyndist vera 16,0 ± 0,3 milljón ára gamalt, sýnis- horn úr basaltlagi við Borgarnes var 13,2 ± 2,0 milljón ára og bas- alt- og andesíthraunlög í Gerpi 12,5 ± 0,2 milljón ára. Allar þessar 1) Við þökkum Dr. Charles Chia-chu Tao, Taipei, Taiwan (Formósu) kærlega þá viiisemd að lána okkur Longistigma liquidambara til samanburðarrann- sókna.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.