Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
19
Fyrst þurfti að hreinsa fífuna og nema
burt aldinhneturnar. Fífan var síðan
greidd og táin líkt og ull, elt milli
handanna og teygður úr henni gild-
ur þráður, sem snúið var upp á,
þannig að lialdið var í annan end-
ann, en hinn endinn strokinn flöturn
lóf'a niður lærið, þar til hann var
orðinn nógu snúðharður. Voru síðan
endarnir lagðir saman og snérust þá
þættirnir hvor um annan. Kveikur-
inn var þá fullbúinn til notkunar. —
Fífuhárin eru stökk. „Hann hrökk í
sundur eins og fífukveikur" er enn
sagt um lélegan spotta. Orðtakið „létt-
ur eins og fífuvettlingur" mun lúta
að því að fífan var stundum tínd í
vettling. Fífan var tínd í kveik fram
á okkar öld. Nú er kveikurinn lrorf-
inn en máltækin lifa. — Lýsislampinn
(eða pannan) var stundum borinn með
ljósi úr bæ út í fjós eða fjárhús —
og þá í Ijósbera en það var dálítill
kassi með lileypiloki. — Ekki man ég
eftir lýsislampa annars staðar en í fjósi
og fjárhúsi á Gálmaströnd og Ár-
skógsströnd á unglingsárum mínum.
Þó mun hann sums staðar einnig hafa
látið ljós sitt skína í sjóbúðum fram yfir aldamót.
Þurrkuð fífa var og notuð í kodda og sængur. Var þetta kallaður
„fátækrakoddi“ surns staðar á Norðurlöndum. í ævintýrinu um villi-
endurnar 12, spinnur og vefur prinsessan fífu í dúk. Og sannarlega
hefur verið reynt að nota fífu, sem vefjarjurt. Hárin eru nógu löng,
1^2—2 i/g cm á hrafnafífu og 3—4 cm á klófífu. En fífuhárin þykja
ekki nægilega fjaðurmögnuð og endingargóð. Er því ólíklegt að
farið verði að vefa fífudúka. Sums staðar á Norðurlöndum var fífu-
hár kembt saman við ull til að gefa henni aukna mýkt og hrein-
hvítan gljáa. Þetta var aðeins gert til prýði. Reynt var líka að
blanda saman fífu og héra- og kanínuhári til hattagerðar. Það dugar
angustifolium). Til vinstri aldin
Jtroskuð, til hægri í blómi að
vori.