Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 36

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 36
24 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mér að nefna svæðið allt vestan línu, sem hugsast dregin úr botni Kollafjarðar í Ölfusárósa. Vogastapi og Rosmhvalanes allt suður að Ósum er grágrýtisslétta. Vogastapi er að sunnan ristur að endilöngu af misgengissprungum og þar er grágrýtið sigið í stöllum niður að Seltjörn, en hverfur lítið eitt sunnar undir nútímahraun. Grágrýti er einnig undir Rauðamel austur af Stapafelli og hverfur undir það og Þórðarfell. Um upp- tök grágrýtishraunanna á þessu svæði er ekki vitað með vissu. Þó ætla ég, að Háaleiti sé dyngjuhvirfill og svo mætti og vera um hæsta hluta Vogastapa, þó ekki verði fyrir því færð sterk rök að sinni. Það er augljcrst mál að grágrýtisliraun þessi eða grágrýtishrauna- syrpa hlýtur að vera mjög misjafnlega þykk. Því hraunin hafa runn- ið í því landslagi sem fyrir var og það hefur stjórnað straumunum að verulegu leyti, eins og bezt má sjá sunnan við Esjuna og fellin. Víða í Reykjavík og næsta riágrenni hefur verið borað gegnum þessi grágrýtislög og skal nú vikið að einni slíkri borun og þeim upplýs- ingum sem hún veitir. Borun við Rauðhóla 1962 í sambandi við almenna könnun á hitastigi á Reykjavíkursvæð- inu lét Hitaveita Reykjavíkur bora nokkrar rannsóknarholur. Ein slík var boruð við Rauðhóla 1962. Hola þessi var boruð norðan við austasta hólinn og náði niður á 221 m dýpi. Sýni af berginu voru tekin úr holunni alla leið og reynt að ákvarða mót einstakra hraun- strauma. Árangur af því má lesa úr sniði því af holunni, sem hér fylgir. Þar sem þarna er um að ræða rösklega 200 m þversnið af hraunlagastafla þótti fróðlegt að athuga hvort verulegar breytingar hefðu orðið á samsetningu hraunanna frá þeim tíma er lögin á botni holunnar urðu til og fram til þess að núverandi yfirborð gTágrýtis- ins á þessum stað myndaðist. Að sjálfsögðu verður að reikna með, að jöklar síðustu jökulskeiða hali sorfið verulega ofan af blágrýtis- hraununum, og það sem nú er yfirborð hafi, þegar gosum í dyngj- unni lauk, verið á nokkru dýpi í hraunastaflanum. Hraun þau, er komu í síðustu gosum dyngjunnar, eru því fyrir löngu farin veg allrar veraldar. Taldar voru steintegundir í þunnskeiðum úr berg- inu ofan frá og niður úr gegn. Eins og lesa má af sniðinu hafa engar reglubundnar breytingar átt sér stað á samsetningu hraunanna allan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.