Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 38
26 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN í sambandi við áður umrædda þykkt grágrýtislaganna við Rauð- hóla má geta þess að um sama leyti var borað við Árbæjarstíflu. At- huganir á segulsteí'nu í berginu þar leiddi í ljós að breyting verður á 68,5 m dýpi í holunni og þar byrjar berg með öfugri (R) segul- stefnu, sem helst niður á um 86 m dýpi en þar tekur aftur rétt segul- stefna (N) við og nær óslitið niður á 108 m. Verður það ekki nánar rakið hér. Þessi breyting verður við Árbæjarstíflu, 18,5 m neðan við núverandi sjávarmál, en við Rauðhóla á 90 m neðan við það eins og áður segir. Það sýnir að þessi mót eru röskum 70 m lægra við Rauðhóla og gæti það vel stafað af því að þar er kornið inn á aðal- misgengissvæðið, sem liggur um Hjalla suðvestur af Elliðavatni, en sýnilegt misgengi þar er mest um 65 m. Borað var 1963 við Skyggni rétt austan við brúna ylir Elliðaár. Sú hola er 332,7 m djúp. Á 145 m dýpi í henni er breksíulag, af óviss- um uppruna. Rétt neðan við Jrað, á 148 m kemur öfug segulstefna og mundu það vera sömu mót og koma fyrir í Rauðhólum á 164 m dýpi. Miðað við núverandi sjávarmál eru þessi skil 15 m ofar en í Rauðhólum. Virðist það geta samræmst því sem vitað er um mis- gengin á þessum slóðum. Vestasta vel sýnilega misgengið er um Skyggni og vesturenda Rauðavatns, en svo er hvert af öðru austur fyrir Rauðhóla. Er því í alla staði líklegt, að nokkru meira sig hafi orðið við Rauðhóla en við Skyggni. Að sjálfsögðu má hugsa sér ýmislegt, sem getur truflað þannig, að þessar niðurstöður séu ekki réttar. Hugsast gæti t. d., að mikill hluti bergs með öfuga segulstefnu, hafi rofist burtu á ákveðnum slóðum en haldist á öðrum, áður en grágrýtishraunin runnu. Jökulurð leggst yf'ir hæðir og dali í lands- lagi og kemur því fyrir í mismunandi hæð. Svona mætti lengi telja. Hins vegar verður því varla haggað, að grágrýtislögin ofan við fyrstu segulstefnubreytinguna séu yngri en ca. 700.000 ára. Ónnur grágrýtissvœði Eins og vikið er að áður í þessari grein kemur grágrýti fyrir víðar en í nágrenni Reykjavíkur, þó ekki verði um það fjallað hér. Raun- ar er það ein algengasta bergtegundin hér á landi og finnst á öll- um þeim tímabilum, sem jarðsaga íslands spannar. Mikill hluti þess er væntanlega frá svipuðum tíma og Borgarhóla- (Reykjavíkur-) grá- grýtið. Hversu líkt það er á mismunandi stöðum, má sjá af töflunni hér á eftir:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.