Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
29
t. d. að Rauðnúpar á Sléttu séu dyngja, en upptök megingrágrýtis-
hraunanna á Sléttu er mér a. m. k. ekki kunnugt um.
Grágrýtishraun frá niítíma.
Guðmundur G. Bárðarson (1929a, 1929b) mun fyrstur manna
hafa veitt því eftirtekt að hraun á utanverðu Reykjanesi eru grá-
grýtishraun. Þessi hraun eru runnin eftir síðustu ísöld.
Eldstöðin sjálf er því mjög greinileg. Á utanverðu Reykjanesi er
Sandfellshæð mesta dyngjan. Ná hraun frá henni niður að Ósum,
suður að sjó vestan við Grindavík, austur að Seltjörn sunnan við
Vogastapa og vestur í sjó við Stóru Sandvík.
Langhóll og Berghóll eru einnig dyngjur og verða hraun þessara
þriggja ekki þekkt sundur. Þætti mér ekki ólíklegt að um væri
að ræða tilfærslu á gosstöð, en öll væru hraunin meira eða minna
l)eint af sömu rót. Mörkin milli hrauna frá Berghól og Langhól
má greina nokkurn veginn á vissum svæðum, en mörkin milli Lang-
hóls og Sandfellshæðar hefur mér ekki tekist að greina með nokk-
urri vissu. Ekki hafa allar dyngjurnar á Reykjanesskaga gosið hraun-
um, sem hægt er að kalla grágrýti, en jrær stærstu þeirra hafa gert
það. Tafla II hér á eftir sýnir samansetningu hraunanna úr nokkr-
um þeirra.
TAFLA II
1 2 3 4 5 Meðaltal
Plagioklas % ....... 44,36 48,25 47,14 45,26 49,93* 46,38
Pyroxen % ............ 43,17 31,19 42,04 35,65 29,25 36,28
Ólívín % .............. 6,65 14,33 5,02 11,55 12,57 9,98
Málmur % .............. 5,80 6,42 5,80 7,54 8,24 6,76
Taldir punktar...... 586 545 555 676 813
Þunnsneið nr............ 306 355 1677 734 934
*) Plagioklasdílar 8,24%.
Sýnin eru frá eftirtöldum stöðum:
1) Langhóll Reykjanesi, 2) Sandfellshæð, 3) Hvaleyrarhraun, 4)
Strandarhraun í Hrafnagjá á Vatnsleysuströnd, 5) Heiðin há suð-
vestur af Bláfjöllum.