Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 46
34
NÁTTÚRUFRÆÐTN GURINN
45 45 4545 4 5 45 4 5
A B D E F G H
3. mynd. Fjórða og fimmta handflugfjöður svartbaks. Hægri vængur.
alhvítar í broddinn, allt að 70 mm upp á fjöðurstafinn, og oftast
furðu jafnt bæði á inn og útfönum. Endi annarrar handflugfjaðrar
getur aftur á móti státað af langbreytilegasta litarhætti, frá því að
vera næstum alhvítur, allt að 55 mm upp á fjöðurstafinn eða þá
með örlítinn svartan blett á innfönum, fast við fjöðurstafinn (mynd
1D og 2E). Bletturinn færist í aukana á sömu myndum og nær há-
marki á mynd 2A. Þá lætur þriðja handflugfjöðrin sér oftast nægja
10—12 mm mjallhvítan topp, sem myndar kórónu á brúnsvörtum
feldi fjöðurskikkjunnar neðan við. Þó kemur oft fyrir að fallega
lagaður, mjallhvítur þríhyrningur, skreytir innfanir hennar, á svip-
uðum stað, og systur hennar tvær byrja að skauta svo fagurlega.
Þetta má sjá á mynd 1B og 2B og 2D.
Yztu handflugíjaðrabroddar þeirra elztu svartbaka, sem ég hef
skotið á vatninu lieima (allt karlfuglar), líkjast því, sem sýnt er á
mynd 1E, en eru þó flestir alhvítir.
Lítum svo á 3. mynd, sem er af fjórðu og fimmtu handflugfjöðr-
um, úr sjö hægri vængjum. Fyrst er það áberandi, hvað broddar
fjaðranna eru allir mjallhvítir, bæði á inn og ritfönum. Öðru máli
gegnir um dökka beltið, sem tekur við fyrir ofan. Á báðum fjöðrum
birtist þar hvítur blettur, sem rninnir í lögun á misjafnlega stóra
rönd á vaxandi mána. En sá er munurinn, að á fjórðu liandflugfjöð-
ur fær hún aðeins umráð yfir innfönum, og virðast henni þar útfanir
algjört bannsvæði. Á fimmtu fjöðrinni leggur röndin aftur á móti
undir sig útfanir líka, að vissu marki, og berst því miklu meira
á (mynd 3, B, E, og G).
Til þess að komast nær því, hvort litbreytingar á broddum hand-
flugfjaðra geta leitt til aldursgreininga á svartbökum, liggur beint
við að benda á eftirfarandi: