Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 49
NÁT T Ú RU F RÆ ÐINGURINN 37 má að því gild rök, að Öræfajökull hafi ekki gosið að því sinni, og að það hafi verið Skeiðarárjökull, sem Ólafur nefnir Öræfajökul. Varla er þó að efa, að þetta hefur ekki verið fyrsta gos í Gríms- vötnum og því ekki fyrsta hlaup í Skeiðará, en engar öruggar heimild- ir munu nú finnast um hlaup fyrr. Að fyrsta hlaup Skeiðarár hafi valdið miklu tjóni, má ráða af niður- lagi Eyðibýlaskrár ísleifs Einarssonar, en þar segir: ,,I annað sinn hafi 18 bæi af tekið á Skeiðarársandi; sumir segja 16, aðrir 15. . .“. Það, að menn efast um að bæirnir hafi verið 18, bendir mjög til að sögnin hafi við rök að styðjast, en í henni er ekkert að finna, sem gefur bendingu um hvenær þetta liefur gerst, en vera má að bend- ingu um það sé að finna í Lómanúpsmáldaga frá 1397, en þar er sagt að Girðir biskup hafi lagt 12 ær og kú frá kirkjunni í Jökulfelli til Lómanúpskirkju, en Girðir var biskup frá 1350 til 1360. E. t. v. stafar ártal annála Flateyjarbókar við eyðingu Litla héraðs, 1350, frá þessum atburðum. Að vísu hefur Skeiðarárhlaup ekki tekið af bæ- inn Jökulfell, en til að standa undir hálfkirkju hefur þurft mikið bú, og því ekki víst að mikið hafi þurft að ganga af jörðinni til þess að hún væri lögð niður. Má vel hugsa sér að engjar jarðarinnar hafi verið fram á sandinum og tekið af í fyrsta lrlaupi Skeiðaiár, sem leitt hefði til að kirkjan var lögð niður. Fyrsta heimild, sem mér er kunnugt um, að geti nafnsins Skeiðar- á, er í tengslum við Bréfabók Brynjólfs biskups, en er ekki í afriti Handritastofnunarinnar. Hannes Þorsteinsson skrifaði þetta upp (2. 5. 1921) fyrir séra Eirík Helgason í Sandfelli, en það er vitnis- burður frá árinu 1576, tekinn í Sandfelli. Það sem hér skiptir máli, er þannig: „ítern viti þeir Jón Guttormsson og Hallur Jónsson ekkert land nær legið hafa í manna minnum Eyrarhorni en Lambhaga, upp undan Lambey, þá sr. Jón Einarsson hélt Sandfell, og aldrei heyrðu þeir tvímæli á leik; voru þá sagðir Álftamelar á miðjum vegi upp undir grös“. Þetta mun vera orðrétt, en ekki stafrétt afskrift. Þessi vitnisburður var lesinn upp ásamt fleiru í Sandfelli árið 1641, og liafa þessi gömlu blöð þá verið afrituð, og sennilega send biskupi. Urn Jón Einarsson er of lítið vitað með vissu, en talið er að hann hafi haldið Sandfell fyrir 1540, og er þvi líklegast að Skeiðará hafi tekið Lambhaga af, á árabilinu 1540—1576, og er trúlegast að það hafi gerst í hlaupi, svo að lítið verður af þessu ráðið hvar Skeiðará rann á 16. öld.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.