Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 39 mörkum Skeiðarársands og skilur hann frá Öræfunum. Útfall ár- innar er sem botnlaust hyldýpi og ægilegt á að líta. Jökulbrúnin er þar djúpt grafin í aurinn, svo að áin vellur upp eins og upp- spretta, með ferlegum skruðningum, en þó mætti svo virðast sem forsjónin hafi ætlast til, að farvegur árinnar yrði varanlegri en á gamla staðnum, þar sem hann var sífelldum breytingum undirorp- inn.1) Frá upptökum sínum fellur Skeiðará til SA fyrir mynni hins litla Morsárdals, sem áður getur, unz hún rekst með slíku afli á fjall- rana þann, er Skaftafellsbærinn stendur suðvestan2) til í, að hún kast- ast aftur nærri þverbeint út á sandinn, og hindrar það hana bersýni- lega í að eyðileggja allan vesturhluta Öræfasveitarinnar, því að fjalls- ræturnar, sem hún skellur á, eru svo fastar fyrir og grýttar, að straum- þungi árinnar má sín þar einskis . . . Frásögnin er svo ljós hjá Sveini, að lítið fer milli mála um hvernig Skeiðará rann árið 1794, en á hinu er meiri vafi, hvar hún rann áður. Það er alveg ljóst, að árið 1746 kom áin úr austurjaðri jökulsins, og kemur það vel heim við, að hún hafi runnið þar, sem kallaður var Gamli farvegur á öld- inni sem leið, en fyrsta hlaup þessarar aldar (1903) tók af. Ekki er vitað til, að Skeiðará hafi að neinu ráði runnið í Jreim farvegi á síð- astliðinni öld, enda var hann vel gróinn um aldamótin (sögn Björns Pálssonar), og er Jrví líklegast að hann hafi verið sá sami Gamli far- vegur, sem Sveinn minnist á og sé þá um ónákvæmni eða misskilning að ræða hjá honum. Þó er hugsanlegt að Skeiðará hafi um eitthvert skeið á þessum tíma runnið í farvegi nærri miðjum sandi, en varla lengi. En Jró gengið sé út frá því, sem líklegast er, að Skeiðará hafi að mestu runnið í Gamla farvegi (sem svo var nefndur á s.l. öld), á átjándu öld, er ekki þar með sagt, að hún hafi ekki getað runnið á öðrum stöðum með köflurn, og er því vel hugsanlegt, að hún hafi komið undan jöklinum við Jökulfellið árið 1756. Á Jressari öld hefur Skeiðará yfirleitt komið út við Jökulfellið, en Jró hefur komið fyrir að hún hafi komið undan jökli nærri miðjum sandi, stuttan tíma í einu, enda væri hún undantekning frá öðrum jökulám liér um slóðir, ef útfall hennar hefði verið með öllu óbreytt um mjög langan tírna. Það sem þeir Eggert og Sveinn segja um Skeiðará, Jrarf því ekki að taka Jrannig, að annar hljóti að hafa rangt fyrir sér. Með Ferðabók Sveins Jrrjóta prentaðar heimildir um Skeiðará frá 18. öld. En þó ritaðar heimildir þrjóti, má styðja ummæli Sveins eftir öðrum leiðum. ]) Hér sleppt úr. 2) Réttara sunnan (S. 15.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.