Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 41 sem Sveinn Pálsson minntist á í sinni Ferðabók. Hann fylgdi Hend- erson yfir Skeiðarársand, og segir hann svo frá ferðinni yfir Skeið- ará: „Við riðum á eftir honum (Bjarna S. B.) út í Skeiðará og fórum í krákustíg af einni sandeyri á aðra, ýmist andstreymis eða meðstreym- is. Komumst við vandræðalítið yfir þetta hættulega vatnsfall á tæpri klukkustund". Að nokkuð hafi gengið á, fáunr árum áður en Sveinn Pálsson var á ferð á Skeiðarársandi, má sjá af eftirfarandi frásögn Hendersons: „Þegar við vorum komnir miðja leið á sandinn, varð á vegi okkar framskot það úr jöklinum, er kom árið 1787. Er það upphækkun þrjátíu til fimmtíu feta há og rnargir hektarar að flatarmáli. Yfir að sjá er hún alveg eins og sandurinn. Fyrst í stað hafði ég enga hug- mynd um að það væri annað en svona geysilega víðáttumikill sand- hóll eða jarðhæð, er staðið hefði af sér ofurmagn flóðanna; en eftir að ég hafði riðið yfir það meir en mílu vegar, áttaði ég mig á því, að ég var á leið yfir dyngju og gíga gamals íss. Ef ekki hefði verið fyrir greind og langa reynslu leiðsögumannsins, mundi ég fyrir víst ekki hal'a þorað að lialda áfram ferð minni í þessa átt. Við fórum niður í hvilft og þar á milli stórra tjarna af hvítu vatni. Líka fórum við fram hjá nokkrum uppsprettum, sem allmiklar ár runnu úr út í sandinn. Svæði þetta er líklega um það bil þrjá mílufjórðunga frá núverandi jökulrönd, og nálægt miðjavegu á því belti, eru margir smáhólar, er hafa setið eftir, þegar jökullinn dróst til baka árið 1812, síðasta skiptið, sem hann hefur sést hreyfast1'.1) Af frásögn Hendersons er ljóst, að Skeiðará hefur þá runnið miklu lengra austur með brekkunum en hún gerði þegar Sveinn Pálsson kom, eða allt austur að eystra gilinu, og er líklegt að luin hafi verið 1) Rétt er að vekja athygli á, að Sveinn Pálsson segir næsta Skeiðarárhlaup fyrir komu hans að Skaftafelli 1793, hafa komið árið 1784. Henderson getur ekki um, að sú sandorpna jakahrönn, sem hann lýsir, og segir að myndast hafi árið 1787, hafi orðið til í hlaupi, en á því leikur þó lítill vafi; því ef þarna hefði verið um að ræða leifar af jökli, sem hefði skriðið fram, er enginn efi á, að þeir hefðu krækt fyrir þetta svæði. Það var hins vegar ógerlegt, ef um hrönn eftir hlaup var að ræða. Hugsanlegt er að Henderson hafi skrifað 1784 í vasabók sína, en orðið á að lesa það 1787, því ólíklegt er að hann hali getað vandað hvern staf svo í dagbókum sínum, að aldrei yrði efast um hver væri. Um merkin frá árinu 1812, er það að segja, að þau voru of langt frá jökli til að líklegt sé að jökull hefði hopað frá þeim á svo skömmum tíma, og verður því að teljast lítill vafi á að þau hafi vcrið eftir lilaup.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.