Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 61
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 49 egi vex það norður í Tromsfylki, en hefur ekki fundist á Grænlandi né í Færeyjum. Hér á landi fannst það fyrst af höfundi í Vaglaskógi 13. ágúst 1961. Síðan hefur það fundist á nokkrum stöðum í Þing- eyjarþingi, allt norður í Öxarfjörð, allsstaðar í skógum. Einnig hef- það fundist í Egilsstaðaskógi og á Arnheiðarstöðum á Fljótsdalshér- aði og í Stærra-Árskógi við Eyjafjörð. Tveir síðastnefndu staðirnir eru athyglisverðir, þar sem á hvor- ugum þeirra er nú skógur, þótt líklega sé skammt síðan skógar uxu þar. Á Arnheiðarstöðum óx sveppurinn í þúfu í lynggrónu raklendi í um 250 m. hæð yfir sjó. Tré eru á stangli í klettum þar skammt frá. í Árskógi óx sveppurinn á gömlum, uppgrónum vegi. Mjúkfísi Lycoperdon molle Pers. (= L. umbrinum Pers. ssu. Holl.). Aldinið oftast einhvernveginn perulaga, en stundum kylfulaga og jafnvel kúlulaga, allt að 5 sm á hæð. Útbyrðan fyrst ljósgrá eða ljósbrún, síðar brún, dökk- eða rauðbrún ofantil, en ljós- eða gul- brún neðantil, með smáum broddum eða vörturn að ofan en fín- gerðari broddum eða mélkornum að neðan. Útbyrðan hjaðnar við þroskann en helzt þó á blettum meðan aldinið varir. Innbyrðan gul (óþroskuð) síðar gulbrún, brún eða bronsbrún, verður oft grá að lokum, þunn, pappírskennd. Gleypan gulhvít, síðar brún með rauðleitum blæ, súkkulaðibrún eða dimmbrún. Undirgleypan í fyrstu hvít, síðar gulgrá og loks grá- græn eða grænbrún. Gleypusúlan oftast nokkuð áberandi. Kapilluþræðirnir brúnir eða rauðbrúnir, aðalstofnar á þykkt við gróin, hrúðraðir, veggir þeirra gataðir. Gróin dökkrauðbrún, með grófum vörtum eða smábroddum, ógegnsæ, oft með broti af gróstilkum, og jafnan blönduð við gróstilka (pediklur), sem eru um 10—30 p á lengd, en sjáll’ eru gróin oftast urn 4—5 g í þvermál. Vex í skógum, oftast í þyrpingum, á jarðvegi eða í gisnu grasi og mosa, einnig stöku sinnum á fúagreinum eða stubbum, einnig utan skóganna, í lyngmóum, rjúpnalaufs- og grasmóum, jafnvel á melum, oft allhátt til fjalla. Eins og lýsingin ber með sér er L. molle afar breytileg tegund, og vaxtarstaðir hennar að sama skapi fjölbreytilegir. Á því er eng- inn vafi, að hér er um að ræða svokallaða safntegund, þ. e. safn af náskyldum tegundum (deilitegundum eða afbrigðum), senr enn hef- ur ekki að fullu tekist að aðskilja og skilgreina. Til skamrns tíma

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.