Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 64

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 64
52 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 6. mynd. Kapilluþræðir úr Lycoperdon molle. Ljósm. H. Kr. Samkvæmt skiftingu Demoulins vex L. molle (í þrengri merk- ingu) nær eingöngu í skógum eða kjarri, og eru sérkenni hans þau sem áður voru talin um skógareintökin. L. niveum er tegund, sem nýlega var frumlýst af Þjóðverjanum Kreisel frá Himalayja, en Demoulin telur að muni einnig vaxa í heimskautalöndum. Þessi tegund vex eingöngu utan skóganna, oftast í mólendi og á heiðum, en þó ekki hátt til fjalla. Tegund númer 3 vex hins vegar einkum í fjöllunum, ofan við 300 m. liæð og allt upp í 700 m. hæð. Um hana gildir einkum það, sem áður var sagt um fjallaeintökin. Teg- und númer 9 vex í skógi, en aðeins eitt eintak er talið þar til. Safntegundin Lycoperdon molle er algeng víða í Evrópu og Norð- ur-Ameríku og vex oftast í skógum. í Noregi hefur hún fundist norður í Tromsfylki, og á Grænlandi allt norður á 72. breiddar- gráðu. Hér á landi virðist tegundin vera algeng, a. m. k. norðan- og austanlands, og hefur einnig fundizt á Miðvesturlandi. Sunnan- lands hefur tegundin ekki fundizt svo vitað sé, en á líklega eftir að koma þar í leitirnar. Lycoperdon molle í þrengri merkingu hefur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.