Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 65
NÁTTÚ RU FRÆÐIN GURINN
53
aðeins fundizt á austanverðu
Norðurlandi og á ofanverðu
Fljótsdalshéraði.
Eins og nærri má geta um svo
algenga tegund, fannst hún þeg-
ar fyrir aldamótin, en hefur
gengið undir ýmsum villandi
nöfnum. Líklega liefur Daninn
Chr. Grönlund orðið fyrstur til
að finna hana hér, árið 1786, og
er það eintak í Kaupmannahöfn,
nafngreint af Rostrup sem L.
pusillum. Þá hafa þeir Stefán
Stefánsson og Ólafur Davíðsson
safnað þessari tegund á ýmsurn
stöðum í Eyjafirði um aldamót-
in, eins og rakið er að nokkru í
sambandi við eftirfarandi teg-
und.
7. mynd. Gró úr Lycoperdon tnolle.
Ljósm. H. Kr.
Perlufísi Lycoperdon perlatum Pers. (= L. gemmatum Vahl.)
Aldinin perulaga, oftast með tiltölulega löngum fæti (stilk), allt
að 7 sm á hæð, vaxa í þéttum knippum. Útbyrðan hvít í fyrstu, en
verður síðan gulhvít, gráhvít eða grábrún, þakin pýramidalaga vört-
um eða broddum, sem oft eru nokkrir mm á hæð, oft umkringdir af
minni kornum eða broddum. Þegar broddarnir falla af, verða eftir
hringlaga reitir, sem afmarkast af nefndum kornum, því þau vara
oftast lengur. Innbyrðan ljósbrún eða grábrún, skinnkennd. Gleyp-
an olívubrún, að lokum dökkbrún, með áberandi gleypusúlu. Und-
irgleypan fyrst gulhvít, síðar brún eða grábrún, nokkuð stórfrum-
ótt.
Kapillur brúnar, gataðar, dálítið greindar, um 5p á breidd. Gró-
in kúlidaga, með fínum, gisnum broddum, smá, aðeins 3,5—4,5p.
Erlendis vex tegundin einkum í skógum, en virðist hér einnig
geta vaxið í graslendi utan þeirra.
Þótt perufísið sé allvel afmarkað sem tegund, er það þó nokkuð
breytilegt, enda oft skift niður í a. m. k. tvö afbrigði eða deiliteg-