Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 66

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 66
54 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 8. mynd. Perufísi (Lycoperdon perlatum), safnað í nágrenni Akureyrar, 23. okt. 1961. Ljósm. H. Kr. undir, sem sumir vilja jafnvel telja sjálfstæðar. Samkvæmt nafngrein- ingu Demoulins tilheyra íslenzku eintökin aðaltegundinni (var. perlatum). Tegundin er dreyfð um allan heim, að heita má. í Nor- egi hefur hún fundist norður á Finnmörku, og afbrigðið v. nigre- scens (= Lycoperdon nigrescens Pers) hefur fundist á Austur-Græn- landi, á svipuðum breiddargráðum og hér. Nafnið Lycoperdon gemmatum kemur fyrst fyrir í sambandi við íslenzka sveppi hjá Grönlund 1879, og er notað um svepp, sem hann safnaði við Mývatn árið 1876, og nafngreindur af E. Rostrup o. fl. Mér hefur ekki tekist að finna jietta eintak í söfnum og verður jtessi fundur því að teljast vafasamur um sinn. í sveppalista Rostrups 1903 er getið um L. gemmatum frá mörgum stöðum á íslandi, safnað af Ólafi Davíðssyni og Ostenfeld. Eintök frá tveimur þessara fundarstaða eru varðveitt í grasasafni Náttúru- fræðistofnunar fslands, þ. e. Hof í Hörgárdal, 14. 7. 1899 og Gásir, 19. 7. 1899, safnað af Ólafi. Báðir þessir fundir tilheyra tegund- inni Lycoperdon molle. Eintök frá öðrum fundarstöðum virðast ekki hafa varðveizt, en af þessu má ef til vill draga þá ályktun, að allt

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.