Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 68
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 56 Ólafi Davíðssyni. Loks tekur Poul Larsen þessa fundi upp í rit sitt um íslenzka sveppi 1932, en sjálfur hefur hann ekki fundið tegund- ina. Tveir þessara funda eru varðveittir í Arktisk Herbarium í Grasa- safni Kaupmannahafnarháskóla, annar úr Þrastarhólsskarði í Eyja- firði, safnað í 600 m hæð, af Ólafi Davíðssyni, laust fyrir aldamótin, hinn aðeins merktur ísland 1876, og safnað af Grönlund. Báðir þessir fundir tilheyra safntegundinni Lycoperdon molle (sjá þá teg- und). Mikill ruglingur hefur lengi átt sér stað milli tegundanna L. pusillum Batsch og L. furfuraceum De Toni (— L. ericetorum Pers.). I grasasafni Náttúrufræðistofunar Islands í Reykjavík eru tvö ein- tök, sem Ólafur Davíðsson safnaði á Hofi í Hörgárdal 1899, en E. Rostrup hefur nafngreint sem L. furfuraceum. Svo virðist sem Ro- strup liafi skoðað þetta sem samnefni við L. pusillum, því hann get- ur ekki um L. furfuraceum í skrám sínum um íslenzka sveppi, en þessir fundir virðast vera með L. pusillum í skrá hans frá 1903. Einn- ig þessi eintök tilheyra safntegundinni L. molle. Sjálfur hef ég ekki lundið neitt, sem örugglega mætti telja til L. pusillum og verð því að telja tilveru hennar vafasama hér. Geta má þess að tegundin er talin fundin á nokkrum stöðum í Noregi og á tveimur stöðum á Grænlandi, og ætti samkvæmt því að geta vaxið hér. Er því ekki ósennilegt að hún eigi eftir að koma í leit- irnar. Þýzki sveppafræðingurinn Hanns Kreisel hefur nýlega tekið þenn- an sveppalióp til endurskoðunar, og greitt úr áðurnefndri nafna- flækju. Jafnframt hefur liann flutt tegundirnar L. pusillum og L. ericetorum yfir í ættkvíslina Bovista. Lycoperdon echinulatum B. et Br. Um þessa tegund var rætt nokk- uð í sambandi við L. perlatum hér að framan. M. P. Christiansen tel- ur sig hafa fundið þessa tegund að Laugarvatni syðra, árið 1935, í birkiskógi. Lýsing hans á tegundinni er á þessa leið (lauslega þýtt): Aldinið 2—4 sm, dökkrauðbrúnt, gulbrúnt neðantil, öfugegglaga eða perulaga; útbyrðan ofantil þakin þétturn, löngum, brúnum broddum, kornótt neðantil. Innbyrðan dálítið brothætt og endingar- lítil (deciduous). Munninn þröngur, kringlóttur eða tenntur, topp- stæður. Gleypan hvít, því næst dökkgul, dálítið olífulituð. Gróin kúlulaga, ljósgul, 3,5—4 p, slétt. Eins og áður segir er þetta austræn tegund, sem ólíklegt er að komi

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.