Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 72
60
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
1. mynd. Stóra Eldborg undir Geitahlið.
Eldrásir þrjár liggja iit frá gígunum. Sú þeirra, sem mest er liggur
til austurs út frá gígnum næst norðan við Eldborg, og virðist mesta
hraunrennslið hafa verið þaðan. Sú rás stefnir austur með Geita-
hlíð, en hverfur brátt inn undir hraunið úr Litlu Eldborg. Næsta
rás stefnir nær beint til suðurs, en hverfur skammt neðan við stóru
Eldborg og sést ekki ofan vegarins eftir það. Vel gæti þar verið hellir
í framhaldi af hraunrásinni, því ekki verður annað séð en neðsti
hluti hennar séu leyfar af helli, sem fallið hefur saman. Þriðja
hraunrásin liggur svo nokkuð til suðvesturs og alla leið niður á
sléttuna neðan og vestan við Eldborg. Þar hefur fjárrétt verið hlaðin
í henni og veggir hrauntraðanna notaðir á tvo vegu. Þetta er rétt við
vesturjaðar hraunsins, aðeins sunnan vegar. Tvær síðastnefndu eld-
rásirnar hafa komið úr dálítilli skál suðaustan undir borginni. Sti
skál er hraunop borgarinnar, en í Eldborg sjálfri virðist eingöngu
hafa verið um kvikustrókavirkni að ræða. Sést það bezt á byggingu
borgarinnar sjálfrar (2. mynd). Þó virðast hraungusur hafa komið
úr gígnum um skarð, sem snýr móti austri og er beint upp af upp-
tökum hraunrásanna beggja. Á þeim stað má sjá hraunkvilur, sem
fallið hafa ofan í hálfstorknað hraunið og sokkið í það til hálfs.