Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 79
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
67
Sven-Axel Bengtson:
Athuganir á varpháttum fálka (Falco rusticolus)
í Mývatnssveit 1960-1969
Á árunum 1960 til 1970 (að undanskildu árinu 1967) he£ ég
stundað rannsóknir á öndum við Mývatn. Rannsóknirnar hafa
farið fram á ýmsum tímum sumars (maí til september). Við athug-
anir mínar við Mývatn hef ég getað fylgzt með fálkum nær dag-
lega, og auk þess hefur mér gefizt tækifæri til að safna ýmsum
gögnum um varphætti fálkans. í þessari grein verður fjallað um
stofnstærð, varptíma og árangur varpsins.
Athuganirnar fóru fram við Mývatn og í nágrenni þess. í vestri
takmarkaðist athuganasvæðið a£ Mývatnsheiði, í suðri a£ Sellanda-
fjalli og í norðri af Gæsafjöllum, en austurmörkin voru austan við
Dalfjall. Flatarmál þessa svæðis er um 700 ferkílómetrar.
Ég hef aldrei komið í Mývatnssveit fyrr á vori en um miðjan
maí, og hef því ekki getað fylgzt með háttum fálkans á fyrsta hluta
varptímans. Fyrsta verk mitt, eftir að ég kom á vorin, var að reyna
að ganga úr skugga um fjölda fálkapara á svæðinu og að finna
hreiðurstaðina. Árið 1966 var eina vorið, sem ég fann hreiður með
eggjum. Venjulega höfðu eggin klakizt á þeim tíma, er ég kom
fyrst að hreiðrunum. Alloft var þó ógerlegt að ganga úr skugga
um, hvað útungun liði, vegna þess að ókleift var að hreiðrunum.
Stofnstœrð
Við athuganir mínar kannaði ég einungis gömul og þekkt hreið-
urstæði og leitaði ekki kerfisbundið að nýjum varpstöðvum. Af
þessum ástæðum má vera, að tölur mínar um fjölda varpstaða í
notkun séu lægri en raunverulegur fjöldi varpstaða við Mývatn.
Ástand varpsins í fimm fálkahreiðrum er sýnt í töflu 1. Tvö til
fjögur pör urpu árlega á svæðinu nema árið 1968 og 1970, en þá
varp þar aðeins eitt par. Aðrir íuglafræðingar, sem gert hafa til-