Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 89

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 89
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 77 og óskaði jafnframt hinum nýkjörna formanni góðs gengis í starfi. Að lokum tók hinn nýkjörni formaður lil máls og ræddi m. a. útgáfu Náttúrufræðings- ins. f lok fundar voru sýndar litmyndir, sem ýmsir þátttakendur í fræðsluferð- um félagsins sumarið 1971, liöfðu tekið. Samkomur Á árinu voru haldnar 6 fræðslusamkomur í 1. kennslustofu Háskólans. Á samkomunum voru að venju flutt erindi náttúrufræðilegs efnis og sýndar myndir efninu til skýringar. Á eftir erindunum urðu jafnan nokkrar umræð- ur. Fyrirlesarar og erindi voru þessi: Janúar: Guðmundur Pétursson, læknir: Um veirur. Febrúar: Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur: Um uppruna andrúmsloftsins. Marz: Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur: Um rækjuna. April: Bergþór Jóhannsson, grasafræðingur: Um mosa. Október: Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur: Um Hafnarfjarðarhraun. Nóvember: Friðrik Pálmason, líffræðingur: Urn gróður og vaxtarskilyrði. Samkomurnar sóttu alls um 560 manns eða 93 að meðaltali. Flestir voru fundarmenn M0 í tvígang, en fæstir 55. Fræðsluferðir Farnar voru fjórar fræðsluferðir, þrjár stuttar ferðir, sem tóku einn dag, og ein þriggja daga ferð. Sunnudaginn 23. maí var farin fræðsluferð á Hafnaberg og Reykjanes. M. a. var skoðað bólstraberg í Stapafelli, bjargfugl í Hafnabergi og jarðmyndanir á Reykjanesi. Til baka var ekið um Grindavík. Veður var ágætt. Þátttakendur voru 80. Leiðbeinendur voru Jón Jónsson, Árni Wág og Þorleifur Einarsson. Föstudaginn 25. júni var lagt af stað í þriggja daga fræðsluferð um Borgar- fjörð. Fyrsta daginn var ekið um Hvalfjörð og litið á millilög í blágrýtismynd- uninni, sem sum eru sennilega að uppruna jökulberg. Siðan var litið á berg- ganga og liolufyllingar í fjöruklettum vestan Eyrar í Hvalfirði. Þessu næst voru skoðaðir jökulgarðarnir Skorrlioltsmelar og grettistök þar. Þá var komið í Melabakka og leitað að fornskeljum þar og fannst allmikið af þeim. Skeljar þessar eru rúmlega 12.000 ára gamlar (C 14). Var nú áliðið dags og var því ekið rakleiðis í tjaldstað í Hringsgili í Hálsasveit. Laugardeginum var varið til að skyggnast í innviði hinnar lornu eldstöðvar á Húsafellssvæðinu. Fyrst var skoðað flikruberg í Ásgili, en síðan líparítgangur, blágrýtislög, skessukatlar, steinbogar yfir Hvítá og Hallmundarliraun við Hraunfossa. Síðdegis var geng- ið upp með Hringsgili og um kvöldið upp með Bæjargili og skoðaðar þar jarð- fræðilegar menjar megineldstöðvarinnar. Sunnudagsmorguninn voru tjöld tekin upp og ekið að Giljafossi í Reykholtsdal og litið þar á ævafornt jökulbergslag. Þessu næst var gengið upp með Rauðsgili og litið á jarðmyndanir og gróður. Þá var ekið að Hreppslaug í Andakíl og gróður skoðaður, en þar vex m. a. liin sjaldgæfa jurt laugadepla. Þá var ekið um Draga og í líparítnámu Sements- verksmiðjunnar við Þyril og litið þar á ummyndað líparít og brennisteinskís.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.