Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 89

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 89
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 77 og óskaði jafnframt hinum nýkjörna formanni góðs gengis í starfi. Að lokum tók hinn nýkjörni formaður lil máls og ræddi m. a. útgáfu Náttúrufræðings- ins. f lok fundar voru sýndar litmyndir, sem ýmsir þátttakendur í fræðsluferð- um félagsins sumarið 1971, liöfðu tekið. Samkomur Á árinu voru haldnar 6 fræðslusamkomur í 1. kennslustofu Háskólans. Á samkomunum voru að venju flutt erindi náttúrufræðilegs efnis og sýndar myndir efninu til skýringar. Á eftir erindunum urðu jafnan nokkrar umræð- ur. Fyrirlesarar og erindi voru þessi: Janúar: Guðmundur Pétursson, læknir: Um veirur. Febrúar: Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur: Um uppruna andrúmsloftsins. Marz: Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur: Um rækjuna. April: Bergþór Jóhannsson, grasafræðingur: Um mosa. Október: Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur: Um Hafnarfjarðarhraun. Nóvember: Friðrik Pálmason, líffræðingur: Urn gróður og vaxtarskilyrði. Samkomurnar sóttu alls um 560 manns eða 93 að meðaltali. Flestir voru fundarmenn M0 í tvígang, en fæstir 55. Fræðsluferðir Farnar voru fjórar fræðsluferðir, þrjár stuttar ferðir, sem tóku einn dag, og ein þriggja daga ferð. Sunnudaginn 23. maí var farin fræðsluferð á Hafnaberg og Reykjanes. M. a. var skoðað bólstraberg í Stapafelli, bjargfugl í Hafnabergi og jarðmyndanir á Reykjanesi. Til baka var ekið um Grindavík. Veður var ágætt. Þátttakendur voru 80. Leiðbeinendur voru Jón Jónsson, Árni Wág og Þorleifur Einarsson. Föstudaginn 25. júni var lagt af stað í þriggja daga fræðsluferð um Borgar- fjörð. Fyrsta daginn var ekið um Hvalfjörð og litið á millilög í blágrýtismynd- uninni, sem sum eru sennilega að uppruna jökulberg. Siðan var litið á berg- ganga og liolufyllingar í fjöruklettum vestan Eyrar í Hvalfirði. Þessu næst voru skoðaðir jökulgarðarnir Skorrlioltsmelar og grettistök þar. Þá var komið í Melabakka og leitað að fornskeljum þar og fannst allmikið af þeim. Skeljar þessar eru rúmlega 12.000 ára gamlar (C 14). Var nú áliðið dags og var því ekið rakleiðis í tjaldstað í Hringsgili í Hálsasveit. Laugardeginum var varið til að skyggnast í innviði hinnar lornu eldstöðvar á Húsafellssvæðinu. Fyrst var skoðað flikruberg í Ásgili, en síðan líparítgangur, blágrýtislög, skessukatlar, steinbogar yfir Hvítá og Hallmundarliraun við Hraunfossa. Síðdegis var geng- ið upp með Hringsgili og um kvöldið upp með Bæjargili og skoðaðar þar jarð- fræðilegar menjar megineldstöðvarinnar. Sunnudagsmorguninn voru tjöld tekin upp og ekið að Giljafossi í Reykholtsdal og litið þar á ævafornt jökulbergslag. Þessu næst var gengið upp með Rauðsgili og litið á jarðmyndanir og gróður. Þá var ekið að Hreppslaug í Andakíl og gróður skoðaður, en þar vex m. a. liin sjaldgæfa jurt laugadepla. Þá var ekið um Draga og í líparítnámu Sements- verksmiðjunnar við Þyril og litið þar á ummyndað líparít og brennisteinskís.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.