Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 90
78
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Síðan ekið til Reykjavíkur. Veður var fremur kalt og hvasst. Þátttakendur
voru um 70. Leiðbeinendur voru Kristján Sæmundsson, Stefán Arnórsson, Ing-
var 15. Friðleifsson, Ágúst H. Bjarnason og Þorleifur Einarsson.
Sunnudaginn 18. júlí var farin grasafræðiferð í Krísuvík. Fyrst var ekið að
Kleifarvatni og þar m. a. skoðaður sverðmosi. Síðan var farið í Núpslilíðarháls
og svo í fjöru við ísólfsskála. Veður var ágætt. Þátttakendur voru 35. Leiðbein-
endur voru Eyþór Einarsson og Ólafur B. Guðmundsson.
Sunnudaginn 12. sept. var farið til jarðfræðiathugana að Stardal. Þar var m.
a. skoðað innskotsberg, öskjumyndun o. fl. Veður var ágætt. Þátttakendur
voru um 70. Leiðbeinendur voru Kristján Sæmundsson og Ingvar B. Friðleifsson.
Útgáfustarfsemi
Af riti fólagsins komu út 4. hefti árgangsins 1970, 64. Itls., og 1. hefti ár-
gangsins 1971, 48 bls., eða alls 112 Itls. Ritstjóri var Óskar Ingimarsson, bóka-
vörður.
Afgreiðslu Náttúrufræðingsins, útsendingu fundarboða og innheimtu ann-
aðist Stefán Stefánsson, bóksali, svo sem verið hefur um árabil.
Verðlaun
Félagið veitti að venju verðlaun fyrir beztu úrlausn á landsprófi miðskóla.
Verðlaun lilaut að þessu sinni Flildur Þ. Tómasdóttir, nemandi við Alþýðu-
skólann að Eiðum.
Fjárhagur
Á fjárlögunt fyrir árið 1971 voru félaginu veittar kr. 75.000 til starfsemi sinn-
ar. Styrkurinn rann allur til greiðslu á útgáfukostnaði Náttúrufræðingsins.
Reikningar félagsins fara hér á eftir, en þó skal tekið fram, að reikningar
Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar og Dánargjafar Helga Jónssonar fylgja
ekki með að þessu sinni, enda hafa engar breylingar orðið á þeim aðrar en að
vextir hafa bætzt við.