Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 4
82 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Jarðlagaskipan — elztu liparitmyndanir. í jarðlögum á Torfajökulssvæðinu má skilja á milli allmargra eininga eftir berggerðum, myndunarhætti og aldri (tafla 1). Elztu myndanirnar finnast nálægt jöðrum þess sunnan og norð- an megin, þar sem giljagröfturinn er mestur svo sem í Jökulgilj- unum báðum og þvergiljum þeirra. Þarna koma fram þykk líparít- hraunlög. Eitt af þeim er brúnleita, ryðmengaða líparítið í Brands- gili. Það liggur undir Bláhnúk og Brennisteinsöldu og nær inn í Vondugil. Þetta lag og annað, sem undir liggur, endar í brot- stalli og hallar lögunum frá honum norður til Barms og Suður- náms. Sunnan við brotstall þennan tekur við þykk líparítbreksía, sem nær langt inn eftir suðurgrein Vondugilja, en í Brandsgili halda hraunin áfiam innan við brotið. Þessi hraunlög eru vafalaust runnin á íslausu landi, líklega á síðasta hlýskeiði ísaldar. Eftir að þau runnu, hefur orðið öskjusig á Torfajökulssvæðinu og tak- markast útbreiðsla líparíthraunanna að öðru leyti við öskjubarm- inn, en hlutar hans eru t. d. Suðurnámur, Barmur og undirhlíðar Ljósártungna og Jökultungna. í tengslum við öskjusigið hefur lík- lega myndazt líparítbreksía sú, sem finnst í Vondugiljum og víðar. Gjóskuberg, sem gæti verið hluti af sama lagi, finnst á öskju- rimanum í Klukkugili og í Ljósártungum. Þar hvílir gjóskubergið á jökulmynduðu líparíti. Líklega hefur því jökulskeið verið hafið, þegar askjan og gjóskubergið mynduðust. Meginhluti jarðmyndana á Torfajökulssvæðinu er frá þessu jökul- skeiði. Er þar fyrst að geta jarðlagasyrpu, sem nefna mætti öskjufyll- ingu. Uppistaðan í henni eru líparítgúlar og móberg, hvort tveggja myndað í jökli, og fleygað inn í jökulvatnaset og jökulruðning. Brennisteinsalda (sjá litmynd) er einn af þessum gúlum, og eru fleiri henni líkir í Vondugiljum. Móbergið finnst sem dreifðir blettir utan í giljum og fjallshlíðum og er yfirleitt ókunnugt um upptök þess. Leifar af gosstöð hafa þó fundizt í Stóra Hamragili (mynd II a). Á sama tíma og þessi gos urðu hafa jöklar og jökul- vötn hlaðið niður kynstrum af framburði innan urn gosmyndan- irnar. Þessi setlög finnast einkum á svæðinu vestur og suður frá Laugum en einnig í Ljósártungum og Jökultungum. Þau liggja utan í hlíðum Suðurnáms að sunnanverðu og niðri á jafnsléttu eru þau í fellinu, sem liggur vestan að Jökulgilskvísl. Þau sjást einnig uppi á Barmi beint framan við sæluhúsið í Laugum. Set-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.