Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 4
82 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Jarðlagaskipan — elztu liparitmyndanir. í jarðlögum á Torfajökulssvæðinu má skilja á milli allmargra eininga eftir berggerðum, myndunarhætti og aldri (tafla 1). Elztu myndanirnar finnast nálægt jöðrum þess sunnan og norð- an megin, þar sem giljagröfturinn er mestur svo sem í Jökulgilj- unum báðum og þvergiljum þeirra. Þarna koma fram þykk líparít- hraunlög. Eitt af þeim er brúnleita, ryðmengaða líparítið í Brands- gili. Það liggur undir Bláhnúk og Brennisteinsöldu og nær inn í Vondugil. Þetta lag og annað, sem undir liggur, endar í brot- stalli og hallar lögunum frá honum norður til Barms og Suður- náms. Sunnan við brotstall þennan tekur við þykk líparítbreksía, sem nær langt inn eftir suðurgrein Vondugilja, en í Brandsgili halda hraunin áfiam innan við brotið. Þessi hraunlög eru vafalaust runnin á íslausu landi, líklega á síðasta hlýskeiði ísaldar. Eftir að þau runnu, hefur orðið öskjusig á Torfajökulssvæðinu og tak- markast útbreiðsla líparíthraunanna að öðru leyti við öskjubarm- inn, en hlutar hans eru t. d. Suðurnámur, Barmur og undirhlíðar Ljósártungna og Jökultungna. í tengslum við öskjusigið hefur lík- lega myndazt líparítbreksía sú, sem finnst í Vondugiljum og víðar. Gjóskuberg, sem gæti verið hluti af sama lagi, finnst á öskju- rimanum í Klukkugili og í Ljósártungum. Þar hvílir gjóskubergið á jökulmynduðu líparíti. Líklega hefur því jökulskeið verið hafið, þegar askjan og gjóskubergið mynduðust. Meginhluti jarðmyndana á Torfajökulssvæðinu er frá þessu jökul- skeiði. Er þar fyrst að geta jarðlagasyrpu, sem nefna mætti öskjufyll- ingu. Uppistaðan í henni eru líparítgúlar og móberg, hvort tveggja myndað í jökli, og fleygað inn í jökulvatnaset og jökulruðning. Brennisteinsalda (sjá litmynd) er einn af þessum gúlum, og eru fleiri henni líkir í Vondugiljum. Móbergið finnst sem dreifðir blettir utan í giljum og fjallshlíðum og er yfirleitt ókunnugt um upptök þess. Leifar af gosstöð hafa þó fundizt í Stóra Hamragili (mynd II a). Á sama tíma og þessi gos urðu hafa jöklar og jökul- vötn hlaðið niður kynstrum af framburði innan urn gosmyndan- irnar. Þessi setlög finnast einkum á svæðinu vestur og suður frá Laugum en einnig í Ljósártungum og Jökultungum. Þau liggja utan í hlíðum Suðurnáms að sunnanverðu og niðri á jafnsléttu eru þau í fellinu, sem liggur vestan að Jökulgilskvísl. Þau sjást einnig uppi á Barmi beint framan við sæluhúsið í Laugum. Set-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.