Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 8
86
N ÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN
SKYRINGAR LEGEND
Grór glersalli
Fresh granu/atedg/ass
Grœnn glersalli
Green altered granutated
g/ass
Grdr biksteinn
Gray pitchstone of
/oöe interior
Ðiksteinstaumar og klessu
Pitchstone bands
and /umps
Svartur biksteinn
B/ack pitchstone
of /obe margins
—r—
10
H = L
2. mynd. Útlitsteikning af glersalla og biksteinseitlum nyrzt í Bláhnúksmynd-
uninni. Klettaveggur yzt í Grænagili. — Glass matrix and pitchstone lobes within
the Bláhnúkur subglacial rhyolite extrusion. Tlie pitchslone margins partly
disintegrate and scale off from the surface of the lobes. Where thickest the
pitchstone lobes show columner jointing and the rock attains a lighter colour
due lo higher degree of crystallization.
sóknastofnun Iðnaðarins til að kynnast eiginleikum glersallans, og
voru niðurstöður svo neikvæðar, að vinnsla kemur naumast til
greina. Það sem gerir perlustein verðmætan, er sá eiginleiki lians
að þenjast út og mynda froðu við snögga hitun upp í 800—1000° C.
Þenslueiginleikinn byggist á því, að perlusteinninn inniheldur
4—5% af vatni, sem breytist í gufu við hitunina, þannig að glerið
verður að smáblöðróttu frauði. Niðurstaða af rannsókn á samsetn-
ingu og eiginleikum glersalla úr Bláhnúki er sýnd í töflu 2. Þar er
tekinn með glersalli úr Illagili, sem lýst er síðar í greininni og til
samanburðar góður perlusteinn úr Loðmundarfirði.
Eins og fram kemur í töflunni stenzt glersallinn í Bláhnúki og
Illagili engan veginn samanburð við perlustein úr Loðmundarfirði.
Verulegur munur á vatnsinnihaldi glersins frá þessum stöðum
skýrir misjafna þenslueiginleika þess. Einnig er kísilsýruinnihald í
Bláhnúksglerinu mun lægra en í Prestahnúki, en það kann að ráða
nokkru um, hversu mikið vatn hélzt uppleyst í glerinu, Jregar það
storknaði. Græni glersallinn hefur líklega fengið sitt háa vatnsinni-
hald með vatnsupptöku, eftir að glerið var storknað, hugsanlega
vegna hitaáhrifa. Slík vatnsupptaka er sama eðlis og Jregar biksteinn
verður til úr hrafntinnu.