Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 24
100
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Jón Kristjánsson:
Líf í stöðuvötnum
Áhugi á náttúrufræði fer nú ört vaxandi meðal almennings, sér
staklega vegna þess, að æ betur eru að koma í ljós þau áhrif, sem
maðurinn hefur á umhverfi sitt, bæði viljandi og óviljandi. Aukin
almenn þekking á lífverunum og umhverfi þeirra er því nauðsyn-
leg, til þess að menn skilji þá baráttu, sem náttúran er að heyja við
erkióvin sinn, manninn. Því þótt maðurinn tilheyri náttúrunni og
ætti að lúta lögmálum hennar viljalaust, þá er nú svo komið, að mað-
urinn er farinn að heimta, að móðir náttúra hlýði sér.
Ætlun mín er þó ekki að ræða náttúruvernd hér, heldur að gera
örlitla grein fyrir þeim lífheimi, sem hrærist undir yfirborði vatns, og
því samspili, sem þar á sér stað. Það sem flestum dettur strax í hug,
þegar farið er að minnast á líf í stöðuvötnum, er að sjálfsögðu fiskur,
og menn velta því oft fyrir sér, hvers vegna fiskur sé betri og meiri
í einu vatni en öðru. I þetta sinn ætla ég aðeins að minnast á hin al-
mennu atriði vatnalíffræðinnar, en láta fiskinn bíða betri tíma.
Veiðimenn og aðrir þeir, sem yndi hafa af silungi, skulu samt ekki
láta þetta á sig fá, því fiskurinn hagar sér í samræmi við umhverfi
sitt. Ef athugað er t. d. liitastig vatnsins og lifnaðarhættir hinna ýmsu
lægri dýra, þá má þar oft finna skýringu á því, hvers vegna fiskurinn
bítur á eða frekar, hvers vegna hann bítur ekki á þá flugu, sem
veiðimaðurinn sýnir honum.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að vötnin okkar eru mjög
mismunandi hvað viðvíkur stærð, dýpt og lögun, en hitt er ef til vill
ekki jafn augljóst, að það er líka mikill líffræðilegur munur á þeim,
og endurspeglast þessi munur meðal annars í mismunandi fram-
leiðslugetu, sem oft er breytileg frá einu vatni til annars. Yfirleitt
eru vötn á okkar breiddargráðum næringarlítil, köld og fremur
djúp (oligotroph), og því eðlilegt að ég haldi mig við þann flokk
vatna.
Það sem er þessum vötnum sameiginlegt er, að þau innihalda
lítið af næringarsöltum og hafa þar af leiðandi litla framleiðslu á