Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 36
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1 12 4. mynd. Grand Teton — stórfeng- leg fjallakeðja við mis- gengi skammt suður af Yellowstone. Tind- arnir rísa meira en 2000 m yfir sléttuna. reyndar. Meginstefnan gagnvart þeirn vanda, sem af ferðamanna- straumnum hlýzt, virtist mér vera að þoka sem mestu af þjónustu- starfsemi út fyrir mörk þjóðgarðanna, bæta þá aðalvegi, sem fyrir eru, en varast nýlagningu akbrauta um vegleysur, sem ])á eru að- eins opnar gangandi fólki, sem flest fyfgir mörkuðum stígum. Áform eru uppi um að loka ákveðnum leiðum fyrir einkabílum, en taka upp almenningsfarartæki í staðinn tif eftirsóttra staða utan aðafumferðaræða. Mikif áherzla er lögð á vef unnið aðafskipulag fyrir hvert friðfýst svæði, þar sem byggt er á rannsóknum og sam- starfi margra aðila og endurskoðun skipulagsins með vissu milli- bili. Stærstu svæðin, einnig utan þjóðgarðanna, sem ósnortin eru af allri mannvirkjagerð, eru sett undir sérstaka lagavernd, sem stefnir að því, að maðurinn sé þar aðeins gestur án tefjandi vist- lægra áhrifa. Vistfræði (ökófógía) kernur að sjálfsögðu í vaxandi mæli við sögu náttúruverndar í þjóðgörðunum, og vísindalegt markmið með verndun þeirra er ekki sízt í þágu vistfræðirannsókna í framtíðinni. Þeir eiga að haldast sem svæði, þar sem áhrifa mannsins gæti lítið og hægt verði að nota til samanburðarathugana og varðveizlu teg- unda og arfstofna, sem annars yrðu útdauða fyrr en varir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.