Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 46
120
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Augljóst er, að litlu skiptir jökla, þótt vetur séu kaldir. Afkoman
leggst síðan með þunga sínum á jökulinn, fer í bylgjum niður hann,
og veldur hreyfingu hans. Því ætti að vera samband milli veðurfars
og gangs í jöklum. Ef ákoman er meiri en leysingin, er afkoman
jákvæð, jökullinn vex og ætti því að ganga fram, hörfa hins vegar,
ef leysing er meiri en ákoman, og standa í stað, ef leysing er jöfn
ákomunni; tekjur hrökkva aðeins fyrir gjöldum. En þetta sam-
hengi er miklu flóknara en margan grunar. Viðbrögð hinna ýmsu
jökla við afkomu sinni eru gjörólík. Á afmörkuðu svæði þar, sem
ætla mætti, að veðurfar væri svipað, ganga surnir jöklar fram, en
aðrir liopa. Sums staðar má kannski skýra slíkan mun í hegðun
jökla með sérkennum í staðbundnu veðurfari. Oftast er þó skýr-
ingar að leita í eiginleikum jökulsins svo sem halla, lögun, stærð,
hraða og vatnsrennsli undir jökli. Segja má, að jöklar með tiltölu-
lega stórt ákomusvæði séu næmir fyrir breytingum í vetrarúrkomu.
Hins vegar eru jöklar með stór leysingarsvæði næmir fyrir breyt-
ingum í sumarhitastigi. Hver jökull bregst við veðurfarsbreytingu
á sinn hátt. Aflfræðileg vandamál taka við af hinum veðurfræði-
legu.
Veðurfarið er síbreytilegt frá ári til árs, og í takt við það verða
sveiflur í afkomunni. Eitt ár getur afkoman verið jákvæð og næsta
ár neikvæð. Yfir langt árabil hefur þó mátt greina langtímasveiflur
í veðurfari, t. d. hlýnandi veðráttu á fyrri hluta þessarar aldar. Hinar
tíðu smásveiflur verða oftast ekki greindar í viðbrögðum jökulsins.
Þeir eru svo tregir til svars, að þeir virðast oftast nær eingöngu
skeyta um langtímasveiflurnar, og einnig er töluvert tímavik milli
sveiflunnar og svörunar jökulsins.
Brattir jöklar, sem hreyfast hratt, bregðast skjótar við sveiflum
í afkomu sinni en flatir jöklar og hægfara. Að öðru jöfnu má segja,
að litlir jöklar séu röskir en stórir jöklar svifaseinir. Hinir síðar-
nefndu virðast eingöngu bregðast við stærstu áföllum í afkomu og
helzt ekki öðru en langvinnu hallæri eða stærstu veðurfarssveifl-
um. Litlir jöklar ættu því að vera næmustu veðurfarsmælarnir, en
stærri jöklar grófari. Er því varasamt að reyna að lesa veðurfarsbreyt-
ingar úr gögnum, sem til eru um hop og framskrið einstakra jökla.
Þar sem mælingar finnast á fjölmörgum jökulsporðum á svæði, eins
og t. d. Vatnajökli, má liins vegar túlka niðurstöðurnar tölfræði-
lega.
Vegna tímaviks milli ákomubreytingar og viðbragða jökulsins