Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 50
124 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURIN N slagið; og lengra austur með, í áttina að Skaftafellsjökli, þar sem Skeiðará hefur ekki verið á ferðinni árum sarnan, er sandurinn smám saman að gróa upp. Þær plöntutegundir sem fyrst nema land á áraurunum hér eru vegarfi (Cerastium fontanum), lækjagrýta (Montia fontana), haugarfi (Stellaria media), varpasveifgras (Poa annua), túnvingull (Festuca rubra), blávingull (Festuca vivipara), skurfa (Spergula arvensis), lambaklukka (Cardamine hirsuta), hundasúra (Rumex acetosella), skeggsandi (Arenaria norvegica), músareyra (Cerastium alpinum), naflagras (Koenigia islandica) og ýmsir mosar. Þarna er grámosi (Racomitrium lanuginosum) víða fljótur að þekja aurana, og hverfa þá sumar landnemategundirnar, en aðrar tegundir koma í staðinn, svo sem ljónslappi (Alchemilla alpina), guhnaðra (Galium verum), axhæra (Luzula spicata), holta- sóley (Dryas octopetala), lyngtegundir og svo birki (Betula pubes- cens). Birkið hagar sér jafnvel eins og landnemategund á þessum slóðum og sezt sums staðar að á nærri berum aurunum, eða þá í mosaþembunni, og er þannig að myndast kjarr niðri á aurunum undir brekkunum, enda er stutt þaðan upp í skógivaxnar brekk- urnar og auðvelt fyrir birkialdinin að svífa niður á aurana. Jökulurðirnar framan við Skaftafellsjökul eru einnig sem óðast að gróa upp, en þær renna að nokkru saman við aura Skeiðarár, og eru mörkin ekki alls staðar glögg. Á þessum slóðum er óvenju- auðvelt að sjá greinilega, hvernig jökulurðir gróa upp stig af stigi, því Skaftafellsjökull hefur hopað allmikið seinustu áratugina og aldur hinna ýmsu jökulurða þarna er þekktur nokkuð nákvæmlega. Fyrstu plönturnar setjast að á jökulurðunum strax árið eftir, að jökullinn bráðnar af þeim. Landnemategundirnar eru að nokkru þær sömu og á áraurunum, en þó ber minna á einærum tegundum eins og haugarfa, lambaklukku og skurfu, en rneira á þeim fjölæru, einkum grösunum, og þúfusteinbrjótur (Saxifraga caespitosa) er hér algengur en aftur á móti lítt áberandi á áraurunum. Ýmsar mosategundir eru einnig fljótar á vettvang en aftur á móti láta fléttur bíða mörg ár eftir sér; það er sem sé greinilegt, og staðfesta rannsóknir það, bæði Jiér og í öðrum löndum, að fléttur eru alls engir landnemar á nýlegum jökulurðum, þveröfugt við það sem menn héldu lengi vel. Á milli steinanna í jökulurðinni er nægilegur leir, sandur eða fíngerð möl til að blómplöntur og mosar geti strax tekið sér þar bólfestu. Gróðursamfélagið ltreytist svo og þróast með aldrinum og endar á því að verða að birkiskógi, þó að slík þróun taki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.