Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 69

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 69
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 143 kölluðu Finnmerkurkál. Kálinu var safnað í blóma og mest notað nýtt, eða það var steytt í mortéli með sykri og geymdist þá vel. Líka var gert skarfakálsspritt með eimingu fersks skarfakáls. Þótti það gott til munnskolunnar og til að pensla skyrbjúgssjúkt tannhold. Þurrk- uð skarfakálsblöð og safi voru einnig notuð gegn skyrbjúgnum. í jurtinni er lyktarsterk og beizk, rokgjörn olía, áþekk sinnepsolíu. Héldu menn lengi að það væri þessi olía, sem læknaði skyrbjúginn, en líklega er það aðallega C-fjörefnið í blöðunum, sem læknar. Skarfakál var einnig notað gegn magakvillum, gigt, lifrar- og gall- sjúkdómum og sem þvagleysandi og blóðhreinsandi lyf. Sumir pressa safa úr skarfakáli blanda í hann sítrónusafa og hafa til drykkjar. Skarfakál þrífst vel í dálítið rakri mold, og á loftraki og suddi vel við það. Það vex líka víða í skuggsælum skútum móti norðri, en einnig sólarmegin í sjávarbjörgum og í klungri ofan við fjöruna. Það er auðjrekkt á nærri kringlóttum, bragðbeizkum blöðunum, hvítum blómum og nær hnöttóttum hýðisaldinum. Seltan og sjávarloftið á vel við ]:>að. Sumarið 1935 rakst ég á blómgað skarfakál langt inni í landi undir Hálsi við Snæfell eystra, mér til mikillar undrunar. Óx skarfakálið í dýjaðri. Kannski liafa mávar borið með sér fræ þess utan frá sjó? Síðar hefur skarfakál fundizt hér á nokkrum stöðum fjarri sjó, en oftast smávaxið og er e. t. v. sérstakt afbrigði. í görðum í Reykjavík og víðar er ræktað dálítið af skarfakáli, bæði upp af ís- lenzku og útlendu fræi. Svo gróskumikið getur skarfakálið orðið, að dæmi eru Jiess, að börn hafi farið í feluleik í „eyjakálinu" t. d. á Ströndum. f ritinu „Lítil ritgjörð um nytsemi nokkurra íslenzkra jurta“, eftir ýmsa höfunda; safnað hefur Jón Jónsson garðyrkjumaður, og gefið út í Reykjavík árið 1880, segir m. a.: „Sé jurtin borðuð hrá, er hún einkar gott meðal móti skyrbjúgi. Dropa af blöðum og blómstr- um hennar má búa til þannig: Maður tekur af blöðurn og blómstrum hennar, nýjum og söxuðum, 8 lóð, 24 lóð af sterkasta brennivíni, blandar ])ví saman og lætur Jrað standa við yl í viku, síðan skal sía hið þunna frá og geyma. Af dropum þessum má taka hálft spónblað í senn 4 sinnum á dag. Jurtin er hið hollasta kálmeti til nautnar er fengist getur“. Mörg græn jurtablöð eru auðug af C-fjörefni. Samkvæmt rann- sókn Júlíusar Sigurjónssonar læknis (sjá Matjurtabókina 1949, bls. 108) eru t. d. í:

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.