Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 67
N ÁTTÚ RU F RÆÐINGURINN
61
húsar frá hlíðinni og hvílir á jöknlrnðningi, sem þó þarf ekki að
vera T-lag Sigurðar Þórarinssonar.
Suður frá Réttarbjargi finnst ekki snefill af þessu hrauni, fyrr
en á gljúfrabrúnunum vestan við Randarhóla, utan smástapa á
eyri miðja vega.
Randarhólar og fleira
Um 2 km neðan við Dettifoss liggur gossprunga yfir gljúfrin,
NNA—SSV. Eldvörpin á vestri gljúfurbarminum hafa ekki heildar-
nafn, en Sveinar heita sunnar og svo Rauðuborgir enn sunnar.
Austan gljúfra eru Randarhólar næstir, en alls nær þessi sprunga
langt sunnan af Mývatnsöræfum og norður á Axarfjarðarheiði, ef
gígaröðin þar nyrðra er talin með, alls 60—70 km. Gossprungan er
í miklu sprungu- og misgengisbelti, svo sem sjá má hér allt í kring.
Hér koma við sögu 6—7 gígvörp sunnan við Hafragil — sem er
þvergil Jökulsár og trúlega forn farvegur hennar — og svo Randar-
hólar.
Að vestan ná gígarnir alveg fram á brún og á austurbarminum
er Háanibban fremst, þverskorin, og er j^ar niður undan kunnur
þverskurður af eldrás (Sigurður Þórarinsson, 1959). Um 400 m
löng sprengigjá er til NNA frá þessum þverskorna gíg í myndar-
legan gjallhól, Syðsta-Randarhól (376 m), og um einum kílómetra
norðar eru 3—4 kjaftvíðir gjall- og klepragígar, Mið-Randarhólar.
Ystu-Randarhólar er svo um tveggja kílómetra löng röð af klepra-
stútum, sem enda í Rauðhólum (410 m), en þeir eru eitt stæðilegt
eldvarp, þrátt fyrir naluið, um 70 m hátt yfir jafnsléttu og mikið
um rætur. Um 2 km norðar er Kvensöðull, fagursköpuð eldborg,
og heldur sprungan áfram þar norður úr með hraunstraumum lrá
mörgum gígum.
Uöng og mjó dalsig, oft margklofin, fylgja yfirleitt gígaröðunum.
Randarhólar standa á jökulsorfnum grágrýtisklöppum og hefur
eldurinn sprengt sér leið upp úr heilli klöppinni, enda er töluvert
af hvössum grágrýtissteinum í gjallinu. Hraun hefnr runnið um
tröð til NA frá Rauðhólum, og líklega eitthvað frá Kvensöðli, um
6 km veg vestur að Sauðafellshálsi, en ekki komist niður í Jökuláár-
gljúfur. Smáspýjur eru í holtunum frá kleprastömpunum, en það
eru kjaftvíðar, veggbrattar smáborgir, hlaðnar upp úr kleprum og