Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 74
68
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
varla hjallinn mikli í Hólmatungum, sem hlaðinn er eftir að hraun-
ið var uppbi'otið, og fleiri slíkir.
Spurningin er, livort þessir hjallar eru nenra lítið eitt elcfri en
þunni jarðvegurinn. Sams konar þunnur jarðvegur finnst í mörg-
um háttliggjandi farvegum, allt að 50—65 m yfir núverandi vatns-
borði, svo sem í Gilinu bak við Áshöfða, á austuröxl Áshöfða, í
Skjólbrekku austan við Landsárgilsmynni, á mörgum hraunflekum
á gljúfrabörmunum svo og á botni Ásbyrgis. Þessi ungi jarðvegur
er bundinn við ákveðin hæðarmörk upp frá ánni, hallandi með ár-
dalnum. í honum finnast ekki fornu, Ijósu Heklulögin, en þeirra
er H3 yngst, 2900 ára gamalt (Sigurður Þórarinsson, 1971). Eftir
Jrykkt og öskulögum virðist þessi þunni móajarðvegur vera u. ]r b.
2400—2800 ára, og þó nær lægri tölunni.
Að sumu leyti liggur ljóst fyrir, hvað gerst hefur. Allt Jretta virð-
ast vera verksummerki eltir stórhlaup með óvenjumiklum og stór-
gerðum framburði, sem hlaupið hafi niður árdalinn og hreinlega
barmafyllt, og vel Jrað, hin miklu gljúfur, sbr. stórgrýtið og heljar-
björgin ofan á hraununum svo og háu farvegirnir. Hala gljúfrin
J^á grafist stórlega. Þessi býsn hafa dunið yfir fyrir rösklega 2000
árum, kannski 400—500 árum betur. Hlaup úr miklu lóni í Vatna-
jökli eða eldsunrbrot í jöklinum gætu verið undirrót slíkra stór-
viðburða, eða einhver meiriháttar stífla og vatnssöfnun norðan
jökla.
5) Mikil hlaup fóru niður Jökulsárgljúfur á 15.—18. öld og ollu
miklu jarðraski, fjársköðum og jafnvel manntjóni í byggðum (Sig-
urður Þórarinsson, 1950), flest í sambandi við eldsumbrot í norðan-
verðum Vatnajökli. Þau virðast þó hafa verið smámunir einir hjá
stóra hlaupinu (eða hlaupunum) fyrir röskum 2000 árum. Sumar
yngri hlauprastirnar á Söndunum eru trúlega frá þessum síðustu
hlaupum.
Þetta varpar dálitlu Ijósi á hina fjölmörgu aukafarvegi í Jökuls-
árgljúfrum og hið mikla rof þar, ennfremur á stærð gljúfranna og
vídd, röskun hraunanna og upphleðslu ungra malarh jalla. Þá skýr-
ist og hinn furðulega unglegi jarðvegur í mjög háum farvegum.
Ásbyrgi, hið fræga gljúfur, gæti verið að stofni til býsna fornt.
En Jrað er straummótað gljúfur með rofhliðar austanmegin í báð-
um gljúfurkvíslum, eins og vel sést t. d. utan úr Sandinum. Tvö-
föld gljúfur á ýmsu mótunarstigi er ekki fátítt fyrirbæri í Jökulsár-