Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 101

Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 101
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 95 Flosi Björnsson: Gosmenjar upp af Sandfellsfjalli Það mun hafa verið laust eftir 1960, eða um 1962, að kunnugt varð um gjallhryggi upp frá Sandfellsfjalli, sem þá voru að koma undan jökli. Gætu þó ef til vill liafa sézt eitthvað fyrr, þó ekki sé um það vitað. Af lýsingu á gosi Öræfajökuls 1727 og hlaupinu, er því var sam- fara, virðist ljóst, að gosið hefur verið í sambandi við sprungu, eða sprungur, neðan við hájökulinn (að minnsta kosti að mestu), og einhvers staðar í námunda við Sandfellsfjall. Að gosinu loknu fór Jón Þorláksson, sóknarprestur að Sandfelli (búsettur að Hofi), í rannsóknarför að sprungunni, — sbr. skýrslu hans í Ferðabók Olavíusar, — en lýsir henni lítið sem ekki, og getur þess raunar ekki, livar hún var; hefur eflaust álitið það alkunnugt, og auðséð hverjum, sem liti Öræfajökul úr þeirri átt. Síðar helur þó sprungan vitaskuld hulizt jökli, og sáust hennar síðan engar menjar eða ummerkja við hana, fram undir síðastliðinn áratug. Ekki getur leikið vafi á því, að gjallhryggir þessir, sem höfðu verið að koma undan jökli síðustu árin, eru í sambandi við eldstöðv- arnar frá 1727. Verður þeirn þó ekki lýst hér að neinu ráði, með því 1 íka að ég hef ekki litið yfir þetta svæði nerna aðeins í svip. Var það 1965, síðast í ágústmánuði; snjór var þá óvenju lítill til fjalla. Gjallhryggir þessir ná alveg niður undir Sandfellsfjall eða jökul- ruðninginn við brún þess, þar sem það nær lengst upp í jökulinn, örlítið þó vestan við efstu öxl þess. Jökulaldan sjálf er sýnilega eldri en frá 1727, því að hún er þverskorin af gjalli, sem auðsjáanlega hefur komið úr áðurnefndri sprungu eða sprungukerfi, sem liggur þvert á ölduna. Nokkrar gosmenjar sjást einnig efst á Sandfells- íjalli, einkum rauðir gjallhaugar, en hinar eiginlegu gosstöðvar eru þó uppi í jöklinum, sem gjallhryggirnir bera vott um. Munu þeir ná þó nokkur hundruð metra upp eftir jöklinum, þeir sem sýni- legir voru að þessu sinni. Stefnan gæti ég haldið að væri 20—30 gráður til austurs, þó aðeins ágizkun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.