Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 101
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
95
Flosi Björnsson:
Gosmenjar upp af Sandfellsfjalli
Það mun hafa verið laust eftir 1960, eða um 1962, að kunnugt
varð um gjallhryggi upp frá Sandfellsfjalli, sem þá voru að koma
undan jökli. Gætu þó ef til vill liafa sézt eitthvað fyrr, þó ekki sé
um það vitað.
Af lýsingu á gosi Öræfajökuls 1727 og hlaupinu, er því var sam-
fara, virðist ljóst, að gosið hefur verið í sambandi við sprungu, eða
sprungur, neðan við hájökulinn (að minnsta kosti að mestu), og
einhvers staðar í námunda við Sandfellsfjall.
Að gosinu loknu fór Jón Þorláksson, sóknarprestur að Sandfelli
(búsettur að Hofi), í rannsóknarför að sprungunni, — sbr. skýrslu
hans í Ferðabók Olavíusar, — en lýsir henni lítið sem ekki, og getur
þess raunar ekki, livar hún var; hefur eflaust álitið það alkunnugt,
og auðséð hverjum, sem liti Öræfajökul úr þeirri átt. Síðar helur
þó sprungan vitaskuld hulizt jökli, og sáust hennar síðan engar
menjar eða ummerkja við hana, fram undir síðastliðinn áratug.
Ekki getur leikið vafi á því, að gjallhryggir þessir, sem höfðu
verið að koma undan jökli síðustu árin, eru í sambandi við eldstöðv-
arnar frá 1727. Verður þeirn þó ekki lýst hér að neinu ráði, með því
1 íka að ég hef ekki litið yfir þetta svæði nerna aðeins í svip. Var það
1965, síðast í ágústmánuði; snjór var þá óvenju lítill til fjalla.
Gjallhryggir þessir ná alveg niður undir Sandfellsfjall eða jökul-
ruðninginn við brún þess, þar sem það nær lengst upp í jökulinn,
örlítið þó vestan við efstu öxl þess. Jökulaldan sjálf er sýnilega eldri
en frá 1727, því að hún er þverskorin af gjalli, sem auðsjáanlega
hefur komið úr áðurnefndri sprungu eða sprungukerfi, sem liggur
þvert á ölduna. Nokkrar gosmenjar sjást einnig efst á Sandfells-
íjalli, einkum rauðir gjallhaugar, en hinar eiginlegu gosstöðvar eru
þó uppi í jöklinum, sem gjallhryggirnir bera vott um. Munu þeir
ná þó nokkur hundruð metra upp eftir jöklinum, þeir sem sýni-
legir voru að þessu sinni. Stefnan gæti ég haldið að væri 20—30
gráður til austurs, þó aðeins ágizkun.