Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 131 Auk P. cingulatus eru lirfur tveggja vorflugutegunda algengar í straumvatni á Islandi, en þær eru Apatania zonella Zetterstedt og Limnephilus griseus (Linnaeus), einnig af ættinni Limnephilidae. Þær eru algengustu vorflugutegundir á Islandi. Lirfur A. zonella eru helmingi styttri en lirfur P. cingulatus, og margfalt minni mið- að við rúmmál. Húsið er í lögun eins og drykkjarhorn, sem sagað hefur verið neðan af, og er breidd framenda hússins 2 til 3 mm, en afturendans 1 til 1,5 mm. Það er gert úr mjög fínum sandkorn- um. Lirfur beggja þessara tegunda hafa ógreind tálkn á afturbol, og má þekkja þær frá lirfurn annarra vorflugutegunda af ættinni Limnephilidae á íslandi, sem hafa tví- og þrígreind tálkn. Lirfur þessara tegunda sýnir 1. mynd, og fundarstaðir lirfa A. zonella frá árinu 1974 eru sýndar á 2. rnynd. Lirfur af tegundinni L. griseus finnast í lindalækjum víðast hvar á landinu, en eru annars algengastar í pollum. Fullvaxnar lirfur og hús þeirra eru 14 til 17 nnn, og breidd framenda hússins 3 til 4 nnn, og afturendans 2 til 3 mm. Húsið er dálítið bogið, og í lækjum er það gert úr fínum sandkornum eins og lirfuhús A. zonella. Lítið er vitað um lífsferil og vöxt hjá P. cingulatus hér á landi. I endaðan maí 1974 voru lirfur fullvaxnar, og voru forpúpur (pre- pupae) algengar, en svo nefnast fullvaxnar lirfur, sem lokað hafa húsinu í báða enda og eru tilbúnar til að púpa sig. Einnig voru púpur algengar á sama tíma í nokkrum straumvötnum. Lirfur f und- ust þar til í júnílok, en forpúpur þar til um miðjan júlí. Púpur fundust þar til í byrjun ágúst. Þegar lirfur eru kornnar að því að púpa sig, festa þær húsin í neðra borð steina í ánum, og má oft finna marga tugi undir einum steini (3. mynd). Samkvæmt erlend- um athugunum gerist þetta oftast í lygnari hlutum ánna, þar sem straumhraði er um og innan við 20 cm/sek (Scott 1958), en hér- lendis fundust þær oft í miklu rneiri straumhraða, og í einni ánni mældist hann um 120 crn/sek þar sem forpúpur fundust. Sumarið 1974 fannst fyrsta tóma húsið, sem púpa hafði skriðið úr, 22. júní, og 23. júní veiddust tvær kvenflugur og ein karlfluga, sem voru að skríða úr púpum í Suðurárbotnum í Ódáðahrauni, og þann 24. veiddist ein karlflnga innanhúss á bænum Hvannstóði á Borgarfirði eystra. Bæði í Suðurárbotnnm og í bæjarlæknum á Hvannstóði fundust púpur á sama tíina. Hlutfall tómra húsa í straumvötnum jókst stöðugt eftir Jjví sem leið á sumarið, og um miðjan ágúst fund-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.