Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 47
171 NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN Hólmgeir Björnsson: Gróðurfarsbreytingar á framræstum vatnsbotni Undanfarna þrjá áratugi hefur mikið verið ræst fram af mýrum til ræktunar túna og bithaga. Hefur þá sums staðar verið hleypt úr tjörnum og vötnum, sem víða eru á flötum mýraflákum. Verður þá eftir gróðursnauður vatnsbotninn, sem verður uppspretta mold- roks í þurrakuldum á vetrum, en grær að nokkru með tímanum eftir því sem skilyrði leyfa. Meðal vatna jreirra, sem hafa verið ræst fram, er Vatnshamra- vatn, sem liggur milli Hvanneyrar og Vatnshamra í Andakíl. Sam- kvæmt lauslegri mælingu á korti var vatnið 1 km2 að flatarmáli og hæð þess urn 21 m yfir sjávarmáli. Dýpt vatnsins hefur verið um 1,5—3 m. Vatnsbotninum hallar frá öllum bökkurn inn að miðju. Vatninu svipar tnn staðhætti til margra annarra vatna í lágsveitum Borgarfjarðarhéraðs, einkuni vestur um Mýrar. Vatnið var fyrst ræst fram sumarið 1958 til að auðvelda ræktun mýranna í kring og bæta þurrkunarstig þess hluta Vatnshamratúns, sem er á vatnsbakkanum. Var grafinn skurður úr því að suðaustan- verðu, þar sem það hafði haft afrennsli áður. Að vatninu liggja að sunnan og vestan mýrar eða flóar, sem nú hafa verið ræstir til fulls, en að norðan og austan eru klapparholt með mýrarsundum á milli. í stefnu þessara holta til suðvesturs eru víða hryggir, sem eru sumpart huldir af mýrinni en standa annars staðar upp úr. Einn slíkur hryggur nær inn undir vatnsbotninn að suðvestanverðu. Lenti framlenging skurðsins inn á vatnsbotninn á föstu í jaðri hryggsins og takmarkaðist framræslan af því. Skurðurinn var dýpk- aður og lengdur sumarið 1965. Eftir það hverfur vatnið alveg í þurrkum, en í votviðrum verður stærð þess sennilega meira en helmingur upphaflegrar stærðar. Dýpt mósins í vatnsbotninum var könnuð með .3 m löngum teini nálægt vesturbakkanum sem snýr að Hvanneyri. Engin undir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.