Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 167 þessi hitastigull er framlengdur niður á mikið dýpi kemur í ljós að granít gæti bráðnað á 7 km dýpi og basalt bráðnar á dýptarbil- inu 8-16 km. Guðmundur Pálmason hefur einnig kannað þykkt jarðskorpunnar á þessu svæði með jarðsveiflumælingum. Svo virðist sem basalt geti bráðnað í neðsta hluta jarðskorpunnar, á mörkum skorpu og möttuls. Hitastigulsmælingamar benda því til þess, að Hekluberg gæti myndast við deilibráðnun jarðskorpunnar. Hver er þá samsetning jarðskorpunnar undir Heklu? Á grundvelli landrekskenningarinnar hefur Guðmundur Pálmason reiknað út feril basalthrauna sem upp koma á sprungubelti, þar sem landrek á sér stað til beggja hliða. Basaltlagið grelst smám saman undir öðrum lögum, sem á það renna, en færist jafnframt lúshægt burt frá sprungubeltinu. í aðalatriðum segir kenningin, að basalt sem rann á Þingvallasvæðinu fyrir 10 milljónum ára síðan liggur nú á mörkum skorpu og möttuls undir Heklu. Eitt af þeim vandkvæðum, sem um var getið í sambandi við kenn- inguna um kristaldiffrun var kalíuminnihald Heklubergs. Kalíum- innihaldið var of lágt til að basaltið í umhverfi Heklu gæti verið móðurkvika bergsins. Ef basaltskorpan undir Heklu er af sömu gerð og það basalt, sem nú kemur þar upp sem hraun, er enginn vandi leystur með því að útskýra uppruna Heklubergs á grund- velli deilibráðnunar. Kalíummagn móðurbergsins verður að vera í samræmi við kalíummagn Heklubergs. Þessi vandi leysist farsæl- lega, ef jarðskorpan undir Heklu er gerð úr basalti með sömu sam- setningu og þau hraun, sem nú koma upp á sprungubeltinu frá Langjökli til Reykjaness. Kristján Sæmundsson hefur sett fram kenningu þess efnis, að eystra gosbeltið sé mun yngra en það vestra. Að hans dómi hefst eldvirkni á eystra beltinu fyrir 4 milljónum ára síðan, en það vestra hefur verið virkt frá upphafi íslands. Jarðskorpan er klofin um vestra gosbeltið. Frá því mjakast skorpuhlutarnir til austurs og vesturs. Jarðskorpan, sem liggur austan við vestra gosbeltið mjakast óbrotin yfir suðurhluta eystra gosbeltisins. Þegar skorpuplatan fjar- lægist vestra gosbeltið kólnar hún smám sarnan en hitnar aftur, þegar hún mjakast ylir eystra beltið. Guðmundur Pálmason hefur reiknað út varmaástand plötunnar á þessari leið og kemst að þeirri niðurstöðu, að hitastig í plötunni á ýmsum stöðum og útreiknað varmatap plötunnar komi heim og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.