Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
159
TAFLA3
Kristallar í kísilríkri gjósku.
Þunga % H-5 H-4 H-3a** H-3b H-3c H-1 H-47-l H-47-2
Framand
steinar* 24.0 — 2.5 2.2 2.2 17.6 - —
Plagíóklas 1.42 1.64 3.63 0.03 0.17 4.10 2.09 0.09
Pyroxen 0.06 0.03 0.24 0.02 0.01 0.35 0.02 -
Olivín 0.10 0.06 0.51 0.02 0.03 0.56 0.17 —
Magnetít 0.13 0.04 0.27 0.02 0.01 0.42 0.41 0.05
Rest 0.04 0.02 0.08 0.01 0.01 0.16 — —
Gler 98.25 98.21 95.27 99.90 99.77 94.32 97.31 99.86
*Framandstéinar eru bergbrot úr veggjum gosrásarinnar. Þessi bergbrot eru
gjóskunni óviðkomandi og skilin frá áður en efnagreining er framkvæmd.
**Merkingin H-3a, b, c, táknar að sýni er tekið neðst (a), úr miðhluta (b) og
efst (c) úr sama gjóskulagi, H-3.
Heklu sýnir að diffrunin er rofin eftir mislöng goshlé og efnasam-
setning gjósku og hrauns er túlkuð í anda diffrunarkenningar sem
breytilega framgengin kristalútfelling. Rökrétt afleiðing þessarar
skýringar er sú, að í kvikunni sem upp kemur finnist verulegt magn
kristalla af mismunandi stærðum, og ennfremur að magn kristalla
aukist eftir því sem á líður gosið og neðri hlutar kvikuhólfsins
tænrast. Þeir kristallar senr stöðugt hverfa úr efstu lrlutunum
hljóta að vera einhversstaðar á leið niður. Samkvæmt kenningunni
heldur diffrunin stöðugt áfranr uns kvikuhólfið tæmist í gosi.
Þessi spá stangast á við raunveruleikann. Allt efni, gjóska og
lrraun, sem úr Heklu kemur er kvika, þar er vart kristal að finna.
Tafla 3 sýnir mjög nákvæma mælingu á kristalmagni í Heklu-
gjósku frá stórgosunum og fyrstu gjósku úr hraungosinu 1947. 95
hundraðshlutar gjóskunnar er gler, hraðkæld kvika. Tafla 4 sýnir
kristalmagn í hraunum frá 1970. Við fyrstu sýn mætti ætla að
kristalmagnið aukist ef'tir því sem á líður gosið. Hafa ber í huga,
að sýnin eru tekin í sífellt meiri fjarlægð frá gígunum, og því hafa
hraunin æ lengri tíma til fremur hægfara kólnunar, enda leitast
við að taka glóandi hraunmola. Afgerandi er greinileg aukning