Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
155
er sennilega jafnframt fyrsta gos í Heklugjá. Fyrstu árþúsundin
eftir upphaf eldvirkni, framleiðir Hekla hlutfallslega mun meira
af súrri gjósku en hraunum.Erfitt er að segja hvenær þetta hlutfall
breytist. Sennilega smátt og smátt. Á síðasta árþúsundi er svo
komið að framleiðsla hrauna er mun veigameiri en framleiðsla
gjósku. Þar eð súru gjóskugosin eru mjög strjál, verður ekkert um
það sagt, hvort um raunverulega minnkun í framleiðni slíks efnis
er að ræða. Hitt virðist augljóst, að hraunaframleiðslan hefur auk-
ist að mun í seinni tíð.
Bergtegundir
Gjóska og hraun frá Heklu samanstanda af bergtegundum
sem hafa mjög breytilega samsetningu. í töflu 2 eru skráðar efna-
greiningar kísilríkustu og kísilsnauðustu bergtegundanna, en
Hekla framleiðir einnig bergtegundir með samsetningu sem liggur
þarna á milli.
Kísilríka bergið kemur upp sem gjóska í stórgosum. Kísilsnauða
bergið kemur upp í hraungosum. Samsetning gjóskunnar er þá
breytileg en Sigurður Þórarinsson hefur sýnt fram á, að kísilinni-
hald fyrstu gjósku í hraungosi verður þeim mun hærra sem lengra
er liðið frá síðasta hraungosi. Þó er kísilmagn slíkrar gjósku aldrei
eins hátt og kísilmagn í gjósku stórgosanna. Þegar fyrstu goshrin-
um lýkur breytist eðli gosefnanna og hraun byrjar að renna. Fyrsta
hraunið er nokkuð kísilríkara en það sem síðar kemur upp, en öll
hraungos enda með framleiðslu efnis, sem hefur mjög líka samsetn-
ingu og kísilsnauðasta bergið. Stóru gjóskugosin byrja með fram-
leiðslu kísilríkasta bergsins sem frá Heklu kemur. Þessi kísilríka
gjóska myndar ljósu gjóskulögin. Oft sést lagskifting í ljósu gjósku-
lögunum með hvítum vikri neðst en móleitu vikurafbrigði ofar
í laginu. Eínagreiningar sýna aukningu á járni í vikri úr síðari
hrinum stórgosanna.
Bæði stórgosin og hraungosin framleiða efni sem er kísilríkast
í gosbyrjun, en verður kísilsnauðara í lokin. Síðasta gjóska frá
stórgosi verður þó sjaldan eða aldrei jafn snauð í kísli og fyrsta
gjóska frá hraungosi.
Gosið í Heklu 1970 bætir einni veigamikilli athugun við. í
fyrstu goshrinunum kom upp kísilsnauð gjóska. Mjög skammur
tími var liðinn frá síðasta gosi (1947) og því varð lítill munur á