Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 34
158 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ar í öllum smáatriðum og síðar verður vikið að vandkvæðum, sem eru á því að segja til um samsetningu hortinna kristalla. Þó er mögulegt að draga ályktanir a£ dreifingu einstakra e£na, sem a£ ýmsum ástæðum eru útilokuð £rá öllum þeim kristöllum sem myndast meðan meginhluti kvikunnar storknar. Þessi efni safnast fyrir í kvikunni, uns magn þeirra er nægjanlega mikið til að mynda eigin efnasambönd. Eitt þessara efna er kalíum. Kalíum fær hvergi inni í kristöll- um, nema lítilsháttar í plagíóklas, uns kalifeidspat byrjar að falla út. Þá er kvikan orðin mjcig kísilrík (samsetning graníts) og til þess að ná þeirri samsetningu verða a. m. k. 88 hundraðshlutar upp- haflegu kvikunnar að hafa skilist frá sem kristallar. í kísilríkustu Heklugjóskunni sjást þess engin merki að kalífeld- spat liafi byrjað að myndast og því er hægt að reikna út hversu mikið kalí kvikan ætti að innihalda ef móðurkvikan hefur sam- setningu basalts í nágrenni Heklu. Basaltið frá Lambafit, sem kom upp í gosinu 1913, inniheldur 0,49 hundraðshluta af kalíumoxýði. Ef 88 hundraðshlutar þessar- ar kviku kristallast og kalíum verður stöðugt eftir, inniheldur kvik- an sem eftir er 5 hundraðshluta kalíumoxýðs. Kalíumríkasta gjósk- an frá Heklu (H-5) inniheldur 2,8 hundraðshluta kalíumoxýðs. Snefilefnið rubídíum safnast einnig fyrir í kvikuafganginum og á, ef nokkuð, ógreiðari aðgang að fyrstu kristöllunum en kalíum. Lambafitarhraun inniheldur 22 milljónustu hluta af rubídíum og við kristaldiffrun ætti lokakvikan sem svarar til súru gjóskunnar í Heklu að innihalda 176 milljónustu hluta rubídíums. H-5 hefur þó aðeins 53 milljónustu liluta þessa efnis og sú móðurkvika sem H-5 væri komin af, í anda diffrunarkenningar, ætti að innihalda 6 milljónustu, hluta rubídíums. Hér er um tvennt að velja. Annað hvort hverfur kalíum og rubí- díum úr kvikunni eftir eðlisefnafræðilega óþekktum leiðum eða kristaldiffrun er ekki meginorsök breytileika í efnasamsetningu bergtegunda Heklu. Diffrunarkenningin og kristallar í kvikunni Meginatriði diffrunarkenningar er myndun og aðskilnaður krist- alla í kviku. í kviku, sem er að diffrast, hljóta kristallar að vera á sveimi, sumir nýmyndaðir og smávaxnir, aðrir stærri. Gossaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.