Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 54
178
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Uppgræðsla vatnsbotns
Gerð var athugun með sáningu grasí'ræs og dreifingu áburðar á
vatnsbotninn á friðuðu landi um 100—120 m frá vesturbakkanum
vorið 1964. Sáð var vallarsveifgrasi (Poa pratensis), túnvingli (Fes-
tuca rubra) og vallarfoxgrasi (Phleurn pratense) af Engmo-stofni,
hverri tegund sér í reiti. Reitum þessum var svo skipt í 4 áburðar-
reiti, 36 m2 hvern, sem þannig var borið á (kg/ha af hreinum
efnum):
N P K
a-reitir 0 0 0
b-reitir 0 39 0
c-reitir 120 39 0
d-reitir 120 39 83
Reitirnir voru ekki slegnir um haustið, en borið var á þá aftur 1965.
Um árangur er það að segja, að sáning án áburðar kom að engu
gagni; án fosfóráburðar myndast enginn teljandi gróður á Hvann-
eyrarmýrinni. Af sáðgresi þreifst vallarfoxgras best. Hefur það verið
mjög gróskumikið, einkum í d-reit, þar sem það þakti reitinn að
meiri hluta ennþá árið 1966 en var litlu lakara í c-reit. Fosfór-
áburður einn sér gefur ekki sama árangur, í b-reit þakti vallai-
foxgras aðeins 10—20%.
Túnvingullinn lifði sæmilega af veturinn 1964—65, en sumarið
1966 var lítið eftir af honum. Vallarsveifgrasið dó að mestu út fyrri
veturinn, en 1966 lifði álíka mikið af því og túnvingli. Allar þessar
tegundir hafa sáð sér nokkuð yfir í aðra reiti, mest þó vallarfox-
giasið.
í þessari athugun er, eins og áður segir, áberandi hve gróður-
blettirnir hækka sig upp yfir umhverfið og styrkja með því aðstöðu
sína. Gæti því útkoman orðið önnur, þar sem sáð væri á samfellt
svæði. Einnig kynni beit að hafa áhrif á árangurinn.
Ýmsar aðrar jurtir en þær, sem sáð var, voru áberandi sumarið
1966. Einkunnir fyrir hlutdeild þeirra í gróðurþekju voru gefnar
sem hér segir (sánir og ósánir reitir):