Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 33
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 157
fara kólnun bergkviku myndast kristallar, sem hafa aðra samsetn-
ingu en kvikan. Algengt er að ólivín myndist fyrst við kólnun
basaltkviku, en ólivín er mun magniumríkari og kísilsnauðari en
kvikan. Ólivín er líka þyngri en basaltkvikan og sekkur því til
botns í ímynduðu kvikuhólfi. Kvikan sem eftir stendur er snauðari
af magníum og ríkari af kísli.
Útfelling annarra kristalla hefur í för með sér hliðstæðar breyt-
ingar á efnasamsetningu kvikunnar. Að lokum stendur eftir kísil-
rík kvika, sem í stórum dráttum líkist gjósku stórgosanna í Heklu.
Þessi tegund efnisaðgreiningar nefnist kristaldiffrun. Ef kristal-
diffrun er notuð til skýringar á breytilegri efnasamsetningu gos-
el'na í Heklu (Trausti Einarsson, 1953) kemur fram bæði sam-
kvæmni og misræmi. Diffrunarkenningin notast við ákveðnar
forsendur. Hún boðar, að allar bergtegundir Heklu séu til orðnar
við diffrun kviku, sem hefur samsetningu basalts. Raunar hefur
I-Iekla sjálf aldrei gosið basalti en í næsta nágrenni eru eldstöðvar,
sem framleiða basalt. Eins og síðar kemur fram er einmitt þetta
basalt fremur óheppileg móðurkvika, en látum það liggja milli
hluta að sinni.
Basaltið safnast í kvikuþró undir fjallinu, kólnar og kristallast.
Eftir margra alda goshlé hefur kristöllunin náð svo langt að eftir
er kísilrík kvika, sem kernur upp í stórgosi. Kvikuhólfið fyllist aft-
ur og kristöllun byrjar. Ef goshléið er styttra kemur fyrst upp úr
súr gjóska og síðan ísúrt hraun. Diffrunin hefur með öðrum orðurn
orsakað lagskiftingu í kvikuhólfinu. Efstu hlutar kvikunnar eru
kísilríkari og hún verður sífellt kísilsnauðari eftir því sem neðar
dregur. Síðasta hraunið, sem upp kemur, er þó mjög verulega frá-
brugðið basaltinu, sem gengið var út frá.
Loks kemur sú ákveðna regla að þeim mun lengra hlé, sem verður
milli hraungosa, þeim mun lengra er diffrunin gengin og þeim
mun kísilríkari er gjóskan í fyrstu goshrinunum.
Er basalt á Hekluslóðum sennileg móðurkvika?
Við diffrun falla kristallar út í ákveðinni, allvel skilgreindri
röð. Breyting á samsetningu kvikunnar, sem eftir verður, fylgir því
settum reglum, sem hægt er að segja iyrir svo frerni að samsetning
kristallanna sé þekkt.
Erfitt er að gera grein fyrir breytingum á samsetningu kvikunn-