Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 70

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 70
NATTURU FRÆÐINGURINN 194 á staríi tveggja söfnunarsnillinga, þeirra Hálfdáns Björnssonar og Erlings Ólafs- sonar, sem báðir liafa dvalið langdvölum á eynni. Við upphaf rannsóknanna í Surtsey varð strax ljóst, að nauðsyn var á að afla haldgóðrar jtekkingar um smádýralíf nálægra svæða, bæði Heimaeyjar og út- eyja í Vestmannaeyjum, svo og Suðvesturlands, til þess að fá botn í landnám lífvera á Surtsey. Þessi grundvöllur var aðeins að mjög takmörkuðu leyti fyrir liendi þegar Surtsey myndaðist. Var eytt talsverðum tíma í söfnun dýra utan Surtseyjar og fjallar verulegur hluti ritsins um þær athuganir. Er hér að finna geysimikið af nýjum upplýsingum um smádýralíf Vestmannaeyja og Suðvestur- landsins, sem mjög mikill fengur er að. Um helmingur ritsins er skrá yfir tegundir landhryggleysingja, sem fundizt hafa í Vestmannaeyjum (Surtsey meðtalin) og á Suðvesturlandi, frá Vík að Reykjanesi. Bak við þessa skrá liggur mikil söfnunarvinna og feikileg greining- arvinna. Má nokkuð af því marka unt umfang þessa verks, að í ritinu er getið 47 sérfræðinga, sem unnu að greiningu safnaðra dýra, auk höfunda sjálfra. Að- eins örfáum hópum dýra hefur ekki tekizt að sinna að ráði. Við hverja tegund í skránni er svo fundarstaða og fundardaga á athugunarsvæðunum getið, þekktri útbreiðslu annars staðar á íslandi og erlendis stuttlega gerð skil og að lokum er getið búsvæðis tegundar og stundum einnig annarra vistfræðilegra þátta (t. d. fæðuöflunar). í síðari hluta ritsins er svo fjallað almennt um smádýralíf athugunarsvæðanna og landnám þeirra i Surtsey og leiða höfundar þar margt atliyglisvert í ljós. Undirrituðum virðist þó á stundum gæta nokkurrar tilhneigingar til þess að telja tiltækar upplýsingar um smádýralíf landsins traustari en efni standa til. Þótt vel hafi verið unnið, er eflaust langt frá því að öll kurl séu komin til grafar, einkum þegar í hlut eiga smáar lítt áberandi tegundir. Af þessum sökum verða sumar bollaleggingar höfunda nokkuð hæpnar. Söfnunarvinna hefur auk jress verið mjög mismikil á þeim svæðum, sem hér eru rædd, og skortir sums staðar nokkuð á, að upplýsingar um söfnunarátak séu nægar til þess að unnt sé að leggja mat á samanburð, sem gerður er á svæðum. Nokkuð liefur það háð athugunum á framvindu landnáms í Surtsey, hve misjafnt söfnunarátakið hefur verið í eynni frá ári til árs. Hefði verið æskilegt að staðla söfnunarvinnuna, en sennilega hefur það ekki reynzt gcrlegt. Á árinu 1972 liöfðu alls verið greindar um 160 tegundir landhryggleysingja úr Surtsey, ótrúlega liá tala. Er meirililuti þessara tegunda tvívængjur, sem borizt hafa í lofti. En af þessum dýrum hafa sennilega aðeins um 15—17 tegundir aukið þar kyn sitt og aðeins 4 tegundir eða svo geta talizt stöðugir borgarar á eynni. Gengur landnám greinilega seint og er það gróðurleysið sem því veldur fyrst og fremst. Sennilega munu líða aldir þar til lífríki Surtseyjar liefur þróazt svo, að sambærilegt verði lífríki annarra úteyja. Höfundar segja flestar tegundir, sem fundizt hafa í Surtsey, komnar frá meginlandi íslands, en um einstaka fiðrildi má fullyrða, að þau hafi borizt til Surtseyjar erlendis frá. Dýr, sem berast með reköldum í sjó, koma væntanlega fyrst og fremst frá öðrum eyjum Vestmannaeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.