Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 34
158 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ar í öllum smáatriðum og síðar verður vikið að vandkvæðum, sem eru á því að segja til um samsetningu hortinna kristalla. Þó er mögulegt að draga ályktanir a£ dreifingu einstakra e£na, sem a£ ýmsum ástæðum eru útilokuð £rá öllum þeim kristöllum sem myndast meðan meginhluti kvikunnar storknar. Þessi efni safnast fyrir í kvikunni, uns magn þeirra er nægjanlega mikið til að mynda eigin efnasambönd. Eitt þessara efna er kalíum. Kalíum fær hvergi inni í kristöll- um, nema lítilsháttar í plagíóklas, uns kalifeidspat byrjar að falla út. Þá er kvikan orðin mjcig kísilrík (samsetning graníts) og til þess að ná þeirri samsetningu verða a. m. k. 88 hundraðshlutar upp- haflegu kvikunnar að hafa skilist frá sem kristallar. í kísilríkustu Heklugjóskunni sjást þess engin merki að kalífeld- spat liafi byrjað að myndast og því er hægt að reikna út hversu mikið kalí kvikan ætti að innihalda ef móðurkvikan hefur sam- setningu basalts í nágrenni Heklu. Basaltið frá Lambafit, sem kom upp í gosinu 1913, inniheldur 0,49 hundraðshluta af kalíumoxýði. Ef 88 hundraðshlutar þessar- ar kviku kristallast og kalíum verður stöðugt eftir, inniheldur kvik- an sem eftir er 5 hundraðshluta kalíumoxýðs. Kalíumríkasta gjósk- an frá Heklu (H-5) inniheldur 2,8 hundraðshluta kalíumoxýðs. Snefilefnið rubídíum safnast einnig fyrir í kvikuafganginum og á, ef nokkuð, ógreiðari aðgang að fyrstu kristöllunum en kalíum. Lambafitarhraun inniheldur 22 milljónustu hluta af rubídíum og við kristaldiffrun ætti lokakvikan sem svarar til súru gjóskunnar í Heklu að innihalda 176 milljónustu hluta rubídíums. H-5 hefur þó aðeins 53 milljónustu liluta þessa efnis og sú móðurkvika sem H-5 væri komin af, í anda diffrunarkenningar, ætti að innihalda 6 milljónustu, hluta rubídíums. Hér er um tvennt að velja. Annað hvort hverfur kalíum og rubí- díum úr kvikunni eftir eðlisefnafræðilega óþekktum leiðum eða kristaldiffrun er ekki meginorsök breytileika í efnasamsetningu bergtegunda Heklu. Diffrunarkenningin og kristallar í kvikunni Meginatriði diffrunarkenningar er myndun og aðskilnaður krist- alla í kviku. í kviku, sem er að diffrast, hljóta kristallar að vera á sveimi, sumir nýmyndaðir og smávaxnir, aðrir stærri. Gossaga

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.